Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 16
hleifa, fúlan appelsínusafa í hyrnum, svartan ost og fleira kræsilegt. Það fór að heyrast skvamp í pokanum þegar matvaran datt ofan í hann. - í guðanna bænum... Það ganga héma sýklasletturnar yfir borðið. - Ég bið að heilsa þeim (skvamp). - Jæja þá, ég skal hjálpa þér, sagði Kristinn. - Þú spilar þetta, Halli. - Sjáðu þessa brauðsneið, mælti Jón hátíðlega. - Þetta er áreiðanlega blómlegasta og fjölbreyttasta svepparækt á landinu. Synd að líffræði- nemarnir eiga ekki þennan ísskáp (skvamp). - Eða þetta ágæta epli. Hér sjáum við hvemig súrefni loftsins fer með þennan ávöxt... A mmmjög löngum tíma (skvamp). - Viltu ekki kasta þessu svona ofan í pokann, það slettist á mig, sagði Kristinn og fægði gleraugun sín. - Eða... Sjáðu nú þetta, sagði Jón og dró út úr ísskápnum poka sem í var mórauður banani og eitthvert fleira gums. - Þetta bjúgaldin, sem lést af náttúrulegum völdum en hefði átt að éta fyrir fjórum og hálfum mánuði, það hel'ur nú breyst í kvoðu sem ég sé sprautast þarna út um gat á pokan- um (skvamp). - Við skulum vona að svarti pokinn sé sæmilega þéttur. - Svona, hættu þessu röfli og komum þessu rusli héðan út, sagði Kristinn og byrjaði að sópa út úr skápnum. - Sososo, hægan. Ég var næstum búinn að missa af þessum osti, sagði Jón og dró upp oststykki sem var drapplitt og samanskroppið. - Ojbara, hentu þessum andskota. - Gallinn við þig Kiddi, er að þú leyfir þér aldrei að hafa gaman af hlutunum. Hér erum við að vinna sóðastarf sem ég er að reyna að gera skemmtilegt með heimspekilegum tilvitnunum... - Ég er ekki í skapi fyrir þetta, ókei! Nú fannst Erni að hann nennti ekki að hanga þarna lengur svo eftir að hafa hafið spilið bað hann: -Taktu við af mér Gunnar, ég þarf að skreppa. Og hann skrapp. Alla leið niður í aðalbyggingu. Þar hitti hann mann að nafni Eyjólfur, sem hann hafði ekki hitt síðan í menntaskóla en það voru ein tvö, þrjú ár. - Sæll, Eyjólfur, heilsaði hann honum. - Ég hef heyrt að þú sért í læknisfræði og standir þig allvel. - Svona sæmilega, en hvað með þig, þú ert enn í því sama? - Já, já... 14

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.