Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 24
Sterkara efnið muldi hið veikara. Pilturinn öskraði. Græna bjallan skoppaði áfram. Aftur í glugga hló barnið og benti: ...manninn sofa... Hetjan mín, elskan mín, súkkulaðityggjóið mitt, skríkti móðirin og kyssti manninn sinn. Guðmundur dró djúpt að sér andann og sagði sigri hrósandi: Láttu mig um smáatriðin, Dúlla. ...ogfólk sem íþeim bjó er að sjálfsögðu sett í kassa. Svarta kassa og alla eins. Jói! Pilturinn lá hreyfingarlaus. Vinstri fótur hans leit eitthvað undarlega út. Hvítt bein stóð út úr leggnum. Hún stóð yfir honum og hélt fyrir munninn. Hann lá í blóðpolli. Jói? Augnlok hans bærðust. Hún lét sig falla á ber hnén og greip um höfuð hans. Jói minn. Hann brosti til hennar en pírði augun. 22

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.