Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 45

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 45
Nema hann. Hann stóð enn með útrétta hönd og benti á mig. Með vísi- fingri hægri handar. Ég nam staðar. Horfði á hann. Hann horfði á mig. Þegar ég fór að þoka mér í átt til hans hvarf hann. Líkt og hann gufaði upp. Og um leið var eins og spenningurinn í brjósti mínu legðist í dvala. Og dalurinn þröngi breyttist í eyðimörk. Stóra og ógnvekjandi. Ég ligg ofan í dal. Brennheitur sandurinn svíður hörund mitt. Vatns- niðurinn horfinn. Þokaðist hægt á brott, uns hann hvarf. Og ég ligg í sandinum og bíð. Bíð þess að sólin þurrki mig endanlega upp. Og ég sem ætlaði aðeins að heyra orð hans. Ekkert annað. 43

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.