Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 47

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 47
ÞÓRDÍS GUÐRÚN KRISTLEI ISDÓ'JTI R: Kvöldganga Hnefi reiddur til höggs. Kona tekur höndum fyrir andlitið og beygir sig fram. Ljóst hárið fellur fram og hylur hendurnar. Hún snöktir lágt. Höggið ríður. - Hvernig er þetta með þig, ertu ekki að koma? kallar maðurinn. Konan deplar augunum og sýgur svolítið upp í nefið. Hún stendur á fælur, tekur kaffibolla og hitakönnu með sér inn í stofu. Maðurinn lítur ekki upp þegar hún hellir kaffi í bolla og setur á sófaborðið fyrir framan hann. - Þarftu endilega að fara fyrir sjónvarpið? - Fyrirgefðu. Risastór hnefi fyllir skjáinn. Tónlistin magnast. Konan sest í sófann við hlið mannsins. Hún fær sér kaffi og reynir að fylgjast rneð myndinni. Karlmaður segist elska stúlku og slær hana. Stúlkan detlur. Hann tekur hana kverkataki og dansar hægt í hringi með hana í fanginu. Tónlistin er ljúf og seiðandi. Atriðið er óralangt og hreyfingarnar hægar. - Þetta er ógeðslegt, segir konan í sófanum. - Uss, segir maðurinn. Hann teygir sig í kaffibollann og fær sér sopa án þess að líta af skjánum. - Ég hitti þær í dag niðri í bæ. Þær se&ja alltaf það sama, segir konan. Maðurinn við hlið hennar svarar ekki. - Þær spyrja alltaf um það sama. Maðurinn í sófanum hnyklar brúnimar og hallar sér í átt að sjónvarp- inu. - Það er alltaf sami söngurinn. - Ég er að reyna að horfa á myndina. Karlmaðurinn í sjónvarpinu dansar ekki lengur og sleppir stúlkunni. 45

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.