Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 48

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 48
Hún rennur úr fangi hans niður á ljóst teppið. Hann krýpur niður og strýkur henni yfir ljóst hárið. Hann grætur. - Ég get ekki horft á þetta, segir konan. Eigum við ekki að skipta um stöð? - Ég ætla að sjá hvernig þetta fer, segir maðurinn og sýpur á kaffinu. - Til hvers? - Ha, segir maðurinn. - Jæja, segir konan. Hún stendur upp og fer fram, kemur aftur inn í stofuna. Stendur dálitla stund á miðju gólfi. - Viltu koma með mér út að ganga? Maðurinn í sófanum horfir á manninn á skjánum vefja lík stúlkunnar í þykkt byggingaplast. Tónlistin fyllir stofuna. Konan fer ein út. Á himninum í vestri er bleik rönd en að öðru leyti er skýjað. Þung, grá rigningarský. Það er farið að dimma. Umhverfis næsta hús er limgerði klippt þráðbeint, eins og eftir reglustiku. I rökkrinu er líkast því að það sé úr steypu. Konan gengur eftir grárri gangstéttinni. Öðru hverju finnur hún svolitla dropa á andlitinu. Unglingsstrákur í ljósgráum mittisjakka kemur út úr strætisvagnaskýli fyrir framan hana. Hann nemur staðar og horfir niður fyrir sig. Hlátrasköll heyrast að innan. Tveir strákar til viðbótar koma út. Þeir stilla sér upp fyrir framan þann í jakkanum, ýta aðeins við honum en segja ekkert. - Látiði mig í friði, segir hann rámur. - Eigum við að láta þig í friði, væla strákarnir og gera sig skræka. Þeir fara nær og ýta fastar. Sá í jakkanum færir sig frá þeim. Hann er kominn með bakið að skýlisveggnum. Strákamir þagna þegar konan kemur. Horfa á hana hreyfingarlausir með hendurnar á lofti. Hún þykist ekki taka eftir þeim, horfir beint fram, rétt gýtur til þeirra homauga þegar hún gengur hjá. - Hættið þessu. - Rosalega ertu smart. Keypti mamma þín jakkann á útsölu? - Eða hárið, maður, váá. Konan heyrir að strákamir stimpast. Svo kemur sá í gráa jakkanum hlaupandi, fer fram úr henni. Hann sýgur upp í nefið. Hann stekkur út á götuna og hleypur í hvarf við hús hinum megin. 46

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.