Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 44

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 44
Ég stóð upp. Tók stafinn minn. Studdi mig við hann og hélt af stað niður hæðina. Niður í dalinn. Til fólksins sem stóð hreyfingarlaust og hlustaði á unga manninn. Mig langaði að heyra í honum. Ég fetaði mig hægt og varlega niður bratta hæðina. Ihugaði hvert skref. Gætti þess að mér skrikaði ekki fótur. Stefndi niður í dalinn. Til fólksins. Til hans. Ég skríð í átt að vatnsniðnum sem enn hækkar. Fólkið í dalnum varð stærra og skýrara fyrir sjónurn mínum eftir því sem ég nálgaðist. Ég ligg í sandinum. Reyni að mjaka mér áfram. í áttina að vatns- hljóðinu. En sandurinn er gljúpur og rennur undan mér. Allt í einu benti ungi maðurinn upp í hlíðina. Fólkið sneri sér við. Horfði í átt til mín. Á mig. Maðurinn benti með vísifingri á mig. Hrópaði eitthvað sem ég heyrði ekki. Fólkið horfði á mig. Ég fann augu þess brenna sig inn í hörund mitt. Ég hélt áfram. Fikraði mig niður í dalinn. Ég ligg hreyfingarlaus í sandinum. Heyri hvernig vatnsniðurinn tjar- lægist. Þokast burt. Fólkið í dalnum ókyrrðist eftir því sem ég nálgaðist. Fór að tvístíga. Eins og það væri óþolinmótt. Maðurinn ungi hélt hendi sinni stöðugt útréttri og beindi fingri sínum að mér. Fólkið tók að hreyfast. Mjakaði sér hægt út úr dalnum. Ég ligg milli tveggja hóla í sandinum. Eins og ég sé ofan í dal. Djúpum dal. Og sólin skín enn heitar uppi yfir höfði mínu. Tætir skinn mitl og hörund. Kvelur mig. Þegar ég kom loks niður í sléttan dalbotninn var allt fólkið horfið. 42

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.