Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 8
lyftan seig niður og milli hleranna glitti óljóst í plussklædda veggi og rauðar stengur. Annar drengurinn, sem átti að aka henni, hallaði sér lítið eitt fram úr röð lagermannanna til að greina hana betur en félagar hans gripu í hann og ýttu honum til baka. Loks þegar drepið hafði verið á bílnum og suðið í vörulyftunum fjarað út, gaf lagerstjórinn honum merki um að halda inn. Drengurinn leit upp. Hann sá hana tróna á hæðum gríð- arlegs vagns sem nær fyllti út í vörupallinn. I hálfrökkrinu greindi hann aðeins óljóst drætti hennar og þorði ekki að stara á hana, heyrði fótatak félaga síns hinum megin við ferlíkið og sá snöggan glampa skjótast af nælu í miðjum túrban sem sat á höfði hennar og vafðist í löngum spíral upp af stirðnuðu andlitinu og fingrunum tveimur sem studdu undir kinn- ina. Hann greip í handfangið aftan á vagninum og samtaka spyrntu drengirnir í plussvegginn, ýttu farartækinu út úr sinni þröngu skel, fram- hjá stífri röðinni og inn í óreiðu lagersins. Vagnhjólin flæktust í fáein salatblöð sem fallið höfðu á gólfið. Drengurinn reyndi að rífa þau burt með fótunum en sparkaði óvart í hjólið og var hræddur um að hún myndi reiðast og veita honum ákúrur svo hann hætti tilraunum sínum. En sjálf- sagt hugsaði hún um annað og vildi komast sem fyrst fram í verslunina. Lokaði augunum meðan kassahrúgur lagersins runnu framhjá og hvein í loftstokkunum, en loks þegar skipslaga vagninn með púðum sínum og sessum klauf forhengið, opnaði hún þau og sá hvíta víðáttu marmarans breiða úr sér. Okkur brá talsvert þegar vagninn sundraði skyndilega plasthenginu og ruddist fram í salinn. Hún horfði stjörf fram fyrir sig og studdi vinstri hendi undir hökuna. Hafði lagt þá hægri ofan á fjólubláan flauelskjólinn sem flóði í hyldjúpum fellingum niður af öxlum hennar og þakti víðáttu- mikinn vagninn og virtist ætla að leka út yfir bríkurnar á hverri stundu. Hún láá hliðinni með bakið hækkað upp af sessum og púðum. Virtist vera að rísa upp við dogg eins og hún hefði verið trufluð í svefni og sest snögglega upp í rúminu. Tvær afgreiðslukonur á rauðum sloppum höfðu staðið álengdar og beðið hennar. Þegar hún birtist veifuðu þær í áttina að vagninum og kölluðu eitthvað sem ekki heyrðist hvað var, stýrðu drengj- unum óðamála inn í fyrsta rekkabilið og hlupu meðfram vagninum sem enn dró á eftir sér salatblöðin. Hún sagði ekkert. Til að geta smeygt vör- unum í risavaxin innkaupanetin á síðum vagnsins, urðu konumar að bíða 6

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.