Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 49

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 49
- Halli heilalausi, garga strákamir við skýlið á eftir honum og reka upp hlátur. Konan lítur ekki við. Það er farið að rigna meira. Birtan frá götuljós- unum sindrar á blautu malbikinu. Konan nemur staðar fyrir framan myndbandaleigu, skoðar auglýsingaplakat í glugganum. A því eru karl og kona í faðmlögum, þau horfast í augu. Hann er vel rakaður, nýklipptur og herðabreiður, hún er með sítt liðað hár. Fyrir neðan myndina stendur með skrautlegu letri: Þau vissu ekki hvað ást var, fyrr en... Konan fer inn. Hún stefnir beint að afgreiðsluborðinu og skoðar sæl- gætið í hillunum á bak við. - Nei, góða kvöldið, segir þybbin miðaldra kona sem stendur hinum megin við borðið. Konan lítur af sælgætinu. - Sæl, segir hún. - Langt síðan ég hef séð þig, segir sú þybbna. Horfið þið aldrei á vídeó, eða hvað? - Nei, við eigum ekki tæki. - Nú. Er annars nokkuð að frétta af ykkur? - Nei, bara þetta venjulega. - Jæja, þið eruð ekkert að fara að stækka við ykkur? - Nei, ætli það. _ Og hvað, ekkert farið að gerast? Konan svarar ekki, fer aftur að skoða sælgætið í hillunni. - Ekkert á leiðinni? Konan horfir stíft í hillumar, bendir loks á súkkulaðistykki. - Eg er að hugsa um að fá eitt svona, segir hún. - Gjörðu svo vel. Hundrað þrjátíu og tvær. Nokkuð fleira? _ Nei takk, konan tekur veski upp úr jakkavasanum og borgar. - Þið verðið nú að koma með eitt lítið, svona fyrir hana mömmu þína. Gefa henni ömmubam, segir sú þybbna. - Já, segir konan og skoðar annan skóinn sinn. - Þið sjáið nú ekki eftir því. Það er ekkert... - Jæja, ég ætla að drífa mig heim. Bless, segir konan og flýtir sér út. Hurðin skellist á eftir henni. Maðurinn situr enn í sófanum þegar hún kemur heim. 47

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.