Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 32

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 32
og ég gerður að bjálfa sem ekki einu sinni geti dáið með l'ullu viti. Aldrei hef ég óttast eins ntikið og í dag. Aldrei hefur ntér fundist aðstaða mín vera jafn vonlaus. Mér finnst eins og ég hafi verið sviptur öllurn réttindum og persónueinkennum, í rauninni ekki talinn til manna. Það breytir ekki öllu hvort ég dey eða ég verð sviptur lífinu, það verða alla vega endalokin að ég dey. Jafnvel þótt það verði ekki með mannlegri reisn mun það henda mannlega veru, og ég vil að mín verði minnst og um mig rætl sem mannlega veru. Nú er ég kominn út í lífið á ný, hef verið innilokaður síðan 11. sept- ember 1967. Mér var talin trú um það, þegar ég var í fangelsinu, að ég ætli enga lífsvon. Mér var horfin öll lífslöngun en nú veit ég að lífið er bernska ódauðleikans, og á það á að líta eins og draum, og það ber að líta á dauð- ann eins og maður vakni af draumnum. Eg fór í dag að heimili rnínu, þar var ekki mikið að sjá, allt niðurnítt, hurðin af hjörunum, allir gluggar brotnir, illgresi í garðinum. Ég gekk niður götuna, alls staðar var sömu sjón að sjá. Uti á verönd fyrir framan eilt húsið sat gamall maður í stól. Þetta var Jose Paitta Gardozo, þegar ég gekk upp að veröndinni spurði hann mig hvort ég væri kominn til að vera. Hann sagði ntér að fjölskylda mín hefði flutt til San de Juan sent er þorp skammt frá Salto. Ég legg af stað til San de Juan á morgun, en kvöldið fór í að spyrja hvor annan frétta. Hann sagði að sonur sinn hefði dáið í fang- elsinu, það vissi ég. Sebastian Gardozo varð fyrir tilfinningalegum trufl- unum og var farinn að sjá föður sinn sem fangavörð, loks sótti hann um náðun en var synjað vegna þess að hann hafði reynt að fyrirfara sér nokkrum sinnunt. Heilsu hans hrakaði stöðugt og loks tókst honurn að fyrirfara sér. Mér finnst það athyglisvert sem Jose gamli sagði um fangelsin. Hann sagði að fangelsislífið ætti að vera sem líkast lífinu fyrir utan múrana með það fyrir augunt að styrkja ábyrgðartilfinningu fanganna og sjálfsvirðingu þeirra. Ég vil nú helst sem minnst tala um fangelsislífið, hvernig það á að vera eða hvemig það var. Ég er hálf hræddur enn, er ekki enn búinn að átta mig á þessu, en það veit ég að fangaverðirnir sögðu að langvarandi frels- isskerðing leiddi til breytinga á persónuleika, ég held að þeir hafi átt við að frelsisskerðingin leiddi til rýrnandi persónueinkenna þannig að við værum hættulausir þegar við fengjum frelsi. Ég er ekki óvinur ríkisins. 30

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.