Stúdentablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 31
JÓN Ö2XJR SNORRASON:
Frelsi Daniels Santos
Batlle y Ordónez tókst ekki að gera Uruguay að velferðarríki að evr-
ópskri fyrirmynd, en umbætur Ordónez veitlu Uruguay stöðugleika sem
var einsdæmi í Rómönsku Ameríku á fyrri hluta þessarar aldar. Velferðin
grundvallaðist á útflutningi kvikfjárafurða, en sá útflutningur minnkaði er
tók að líða á 6. áratuginn og leiddi til verri lífskjara og óðaverðbólgu. Arið
1966 var stjórnarskránni breytt og Pacheco Areco tók í stjórnartaumana.
Ari síðar hófust harðar aðgerðir gegn stjórnarandstöðunni og verkalýðs-
félögunum. Valdbeiting varð daglegt brauð, skæruliðahreyfingin Tupa-
maros barðist við stjórnarherinn í borgum og að lokum tók herinn sér
einræðisvald árið 1973.
Ari eftir að Areco tók völdin og hóf aðgerðir sínar var Daniel Santos
handtekinn og sakaður um að vera óvinur ríkisins. Santos var foringi fé-
lags ullariðnaðarmanna í ullarverksmiðju sem var í Paysandu. Hann var
handtekinn daginn eftir fund sem hann hafði staðið fyrir í matsal verk-
smiðjunnar. Þar var látið í veðri vaka að skipulagi efnahagsmála hefði
ekki verið breytt jafnhliða umbótum og að framleiðni ykist ekki og sama
máli gegndi um iðnvæðinguna. Verksmiðjan var komin langt á eftir í
vélvæðingu miðað við samkeppnislönd eins og til dæmis Astralíu.
Santos var látinn laus samkvæmt lögum um sakaruppgjöf sem gengu
í gildi 10. mars 1985, eftir að lögleg og borgaraleg stjórn komst til valda.
Pólitískir fangar, sem herforingjastjórnin hafði í haldi í stjórnartíð sinni,
fengu frelsi um leið og Santos. Santos byrjaði að halda dagbók eftir að
hann var leystur úr haldi og allt til dauðadags.
Sunnudagurinn 10. mars 1985, dagur óttans
Eg óttast að þið lesið bókina mína líkt og bók frá manni sem er orðinn
vitskerlur. Ég óttast enn meir að ég verði tekinn út úr þjóðfélaginu, lok-
aður inni á hæli. Ég óttast þó einna mest að mér verði gefin mjög sterk lyf
29