Dýraverndarinn - 01.01.1983, Side 6

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Side 6
Það er óþolandi að 2/3 hlutar gaesastofnsins er særður af orsökum sem rekja má til þess sem stundum er nefnd þörf fyrir hreyfingu og útivist! - ar sætt gagnrýni náttúru- og dýra- verndarfólks á undanförnum árum. Þar á meðal má nefna smáfugla- veiðar á meginlandi Evrópu. Árlega drepa milljónir ítala, Frakka, Spán- verja, Grikkja o.fl. hundruð milljóna smáfugla - eða um 15% allra far- fugla í Suður-Evrópu af því er talið er. Gagnrýnin beinist einnig að gæsaveiðum. Sænskar rannsóknir hafa leitt í ljós að næstum 70% af gæsastofninum á norðurslóðum eru með ummerki eftir skotsár. Hér er um meiriháttar vandamál að ræða sem birtast m.a. í því að fyrir hverja eina gæs sem skotin er til bana eru tvær særðar en lifa þó. Um þetta mál er fjallað í 6. hefti tímaritsins Finnlands Natur sem helgað er veiðimennsku. Það segir m.a.: er Ijóst að högl eru allt of áhrifa- lítil á suo stóran fugl sem gœs. Auk þess skjóta margir ueiði- menn af of löngu færi - ýmist uegna rangs mats á fjarlægð eða í uon um að einhuer högl lami annan uænginn eða hitti ein- huern uiðkuæman og mikil- uægan líkamshluta. Vitað er að þeim sem stunda „gæsaskytteri“ hér á landi fer fjölg- andi. Einnig er vitað að viðhorf gæsaskyttna hér á landi eru harla mismundandi - allt frá eins konar slátrarahugarfari (drepa sem mest) til þess að hafa byssu frekar til málamynda en vera einkum í fugla- eða náttúruskoðun. Einnig er vitað að bændur hafa mismunandi sjónarmið til gæsa- veiða. Sumir hafa bannað allar veiðar í landi sínu vegna einlægrar andúðar sinnar á þeim. Margt bendir til að þeim fari fjölgandi sem betur fer. Meiri smánarblettur á ueiði- mennsku nú á dögum er án efa það huersu margar gœsir eru særðar með skotsárum. Það er óþolandi að 2/3 hlutar gæsa- stofnsins er sœrður af orsökum sem rekja má til þess sem stund- um er nefnd þörf fyrir hreyfingu og útiuist! Það er óuiðunandi að ár huert skuli margar gæsir uesl- ast upp og kueljast lengri eða skemmri tíma uegna skotsára og að huer fullorðin gœs uerði næstum örugglega sœrð a.m.k. einu sinni á æui sinni. Lámarkskrafa til ueiða á lif- andi uerum er sú að drepið sé fljótt og örugglega. Það gerist ekki þegar gœsir eru skotnar með haglabyssu. Sé málið skoðað frá tæknilegu sjónarmiði eingöngu H.B. Kveðið á um ástina á Slysadeildinni Lœknirinn kvað: Sú von mín að endingu alveg hreint brósí, að atlot ég fengi hjá sprundum. Þcer breyttust og hafa nú eingöngu ást á andskotans Labrador-hundum. Hjúkrunarfrœðingurinn svaraði: Ástin er hverful, en atlotin þó aldrei svo brugðust hjá sprundum, að ekki sé sjálfsagt að eiga’ alltaf nóg af indœlis kisum og hundum. 4

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.