Dýraverndarinn - 01.01.1983, Síða 10

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Síða 10
Þessi hundur hefur verið fóðraður á kjöti sem kvikasilfur var sett í. Hann er orðinn blindur og getur ekki staðið eðlilega eða gengið eðlilega. Myndir eru frá Noregi. Birmingham, en þar hafa kattar- heilar, sem voru ósvæfðir og með fullri meðvitund, voru athugaðir með tilliti til áhrifa ýmiss konar lyfja á þá. Athugun á áhrifum eiturlyfja á dýr er önnur sérgrein, sem virðist ónauðsynleg en gerir tilkall til þess að kallast læknisfræðileg. Neysla manna af eiturlyfjum er meira en nóg — og getur hver og einn rann- sakað hana — samt lifa margir vís- indamenn — t.d. í Bretlandi — á því að dæla morfíni og heróíni í apa. Einnig er ástæða til að athuga krabbameinsrannsóknir. Vitað er að í mörgum tilfellum eru rann- sóknir, sem koma málinu ekkert við, þ.e. gagnlegum krabbameins- rannsóknum, kallaðar krabba- meinsrannsóknir, svo a styrkir fáist út á þær. Sumir vísindamenn tala í gríni um þetta sín á milli sem ,,krabbameinsleikinn“. Það er enginn skortur á peningum til krabbameinsrannsókna — aðeins skortur á hugmyndum. Ótaldar milljónir dýra hafa dáið í krabba- meinstilraunum á þessari öld — og árangurinn verið lítill. Oft heyrast rannsóknarmenn verja starf sitt með því, að tilgang- urinn sé að bæta lífsskilyrði manna. Það er kominn tími til að efast um réttmæti slíkra fullyrðinga. Sé þessum rannsóknarmönnum svona annt um meðbræður sina, hvers vegna fela þeir sig þá inni á rann- sóknarstofum. . .? Þessir vísinda- menn ættu að berjast gegn sjúk- dómum og þjáningum á sjálfri víg- línunni, þar sem þeir gætu séð árangur verka sinna. í mörgum hlutum heims þekkjast hvorki læknavísindi né læknar. Ef „vivi- sectorinn (vivisector: sá, sem kryfur lifandi verur) hefur svona miklar áhyggjur af meðbræðrum sínum, þá ætti hann að vera í afrískum frumskógunum eða suður-ameríku fenjunum og berjast gegn læknan- legum sjúkdómum sem þar drepa menn vegna þess, að engir læknar eru til staðar. Raunverulegur grundvöllur margra rannsókna er persónulegur metnaður. IV Para- og Pseudo- lœknisfrœði- leg not. 1. Vopnaprófanir. Sú notkun dýra, sem mest leynd hvílir yfir, er prófanir á vopnum, geilsavirkni, ýmsum efnum til hern- aðar og því um líku. Eftir síðara heimsstríð létu þús- undir dýra lífíð við tilraunaspreng- ingar á amerískum og breskum atóm- og vetnissprengjum. Sum dóu snögglega, en önnur á löngum tíma vegna hinna hægvirku og og hryllilegu áhrifa geislavirkn- innar. Mörgum dýrum er enn skotið út í geiminn, þar sem þau eru látin deyja. Sumar vopnaprófanir breta eiga sér stað utan Bretlands. Hvort þetta er vegna þess, að tilraunirnar eru svo grimmdarlegar, að erfítt sé að fá leyfí fyrir þeim eða af einhverjum öðrum orsökum er óvíst. Það virðist sérlega óréttlátt, að dýr skuli verða saklaus fórnarlömb útrýmingaráráttu mannskeppn- unnar. Alltaf má bera því við, að þarna sé um að ræða prófanir, sem hafi gildi fyrir varnir landsins eða jafnvel læknisfræðilegt gildi. En svona rök fela ekki í sér sannleik- ann, nema að mjög litlu leyti, því það er sama, hvaða forsendur ein- hver einstakur rannsóknarmaður gefur fyrir slíkum tilraunum, niður- stöður hans eru til reiðu fyrir vís- indamenn, sem hafa árásarstríð í huga. Þær þjáningar, sem mann- skepnan bakar sjálfri sér í stríðum er algjörlega á eigin ábyrgð, og ekki er með neinum hætti hægt að verja siðferðilega, þegar menn baka öðrum tegundum þjáningar við prófanir á slíkum heimatilbúnum hörmungum. 131.994 tilraunir á dýrum voru gerðar árið 1972 af hálfu berska varnarmálaráðuneytisins. Þetta eru um 13% þeirra tilrauna, sem hið opinbera stóð fyrir á þvi ári. 2. Tannlæknisfræði. Dýr (alla vega kettir, rottur, hundar og kanínur) hafa í síaukn- um mæli verið notuð við tannlækn- isfræðilegar tilraunir, enda þótt tennur þeirra séu mjög ólíkar mannstönnunum. Borað er í tennur dýranna eða þær fjarlægðar og igerðir látnar né sér á strik. Víst er, að tilraunir þessar eru mjög þján- ingafullar — þess utan hafa þær a.m.k. mjög litið læknisfræðilegt gildi. 3. Rannsóknir á sársauka. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi sársaukaskynið. Það segir sig eiginlega sjálft, að slíkar tilraunir hafa miklar þján- ingar í för með sér fyrir tilrauna- dýrin. Mikill hluti þessara tilrauna virðist ekki hafa neitt læknisfræði- legt gildi. Nokkur dæmi um að- ferðir. 1. Mekanískar stungur og þrýst- ingur á viðkvœma líkamshluta. Skott og tær katta hafa verið sett undir geysilegan þrýsting og sagt í skýrslum, að svörunin hafi verið ,,að dýrin gáfu frá sér hljóð, bitu og börðust um.“ 2. Rafstuð. Dýrunum eru gefin sterk rafstuð. Þetta var sagt um við- brögð hunds, sem gefínn var sterkur rafstraumur í tennur. „Gaf frá sér hljóð löngu eftir að rafertingunni var hætt.“ Svissneskur vísinda- maður athugaði fyrir skömmu áhrif sársauka með að reyra apa niður í stól og leiða síðan rafstraum í skott þeirra. Hann tók eftir, að þeir „létu skína í tennurnar og gáfu frá sér öskur.“

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.