Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 13
Selurinn serður að blóraböggli
— segir Sigrún Helgasóttir líffræðingur um ákvörðun hringormanefndar
að verðlauna seladráp
T LÖGUM um rannsóknir á vegum
atvinnuveganna er í 17. grein
kveðið á um, að Hafrannsókna-
stofnun ein skuli sjá um rannsóknir
á sjávardýrum. Að ráðherra skuli
skipa nefnd úti í bæ til þess að hafa
með hö'ndum rannsóknir á selum er
hreinlega brot á þessum lögum, auk
þess sem hann bætti gráu ofan á
svart með því að skipa einungis
hagsmunaaðila fiskiðnaðarins í
nefndina. Hringormanefnd hefur
borið því við, að vísindalegar rann-
sóknir liggi að baki drápinu á seln-
um, en fáir hafa fengið að kynna
sér þessar rannsóknir, sem Erlingur
Hauksson líffræðingur gerði,“
sagði Sigrún Helgadóttir, liffræð-
ingur, í samtali við Mbl. en hún
ásamt tveimur líffræðngum er að
kynna sér rannsóknir Erlings.
„Formaður Hringormanefndar
er í stjórn Landverndar og vegna
þessarar sérstöðu Landverndar, gat
hann ekki neitað Landvernd um að
komast í niðurstöður rannsókna
Erlings. Því fékk Landvernd þrjá
líffræðinga til þess að fara í saum-
ana á þessu máli, en þeir eru auk
mín Ævar Petersen og Stefán Berg-
mann. Við erum að vinna að þessu
nú og álit er væntanlegt. Það er
mikilvægt, að annar aðili en Hring-
ormanefnd túlki niðurstöður rann-
sókna Erlings Haukssonar."
— Hverjar eru helstu niðurstöður?
„Ég tel í raun að verið sé að gera
selinn að blóraböggli. Við vitum að
fiskiðnaðurinn er í vanda. Þá er
rokið upp til handa og fóta, smá-
vandamál er blásið út og selurinn
gerður að blóraböggli. Það er alls
ekki sannað að hringormur hafi
aukist í fiski, en svo er fullyrt.
Engar eldri rannsóknir eru til um
hringorm og því ekki hægt að stað-
hæfa þetta.
Afstaða fólks til hringorms hefur
breyst mjög. Fyrir um 20 árum borð-
aði fólk hringorm í fiski, en nú býð-
S/grún ásamt dóttur sinni Melkorku.
Þetta viðtal við Sigrúnu Helga-
dóttur stjórnarmann í Landvernd
birtist í Morgunblaðinu 7. janúar
s.l. og fékk Dýraverndarinn góð-
fúslegt leyfi Sigrúnar til að birta
það.
Síðustu fregnir frá Hring-
ormanefnd eru þær að næsta sum-
ar verður haldið áfram að greiða
veiðiverðlaun fyrir seli eins og
síðast liðið sumar. Eins og mönn-
um mun í fersku minni voru mikil
og almenn mótmæli við þessari
framkvæmd mála og Hringorma-
nefnd harðlega gagnrýnd. En enn
virðist ekkert bíta á nefndina —
ENN ER EKKI MÓTMÆLT NÓG!
ur fólki við þessu. Ekki er ólíklegt
að þessi breytta afstaða eigi þátt í
því, að menn telja að hringormur
hafi aukist í fiski.
Rannsóknir skortir mjög um af-
leiðingar þess að minnka selastofn-
inn. Ekki hefur komið í ljós, að það
hafi neitt að segja þó selum sé fækk-
að. Ef áhrif eiga að vera áþreifanleg
þarf að fækka sel gífurlega — sem
næst útrýma. Við verðum að hafa í
huga, að erlendis er mikil andstaða
gegn seladrápi og öflug samtök
hafa beitt sér gegn drápi á selum.
Seladráp í stórum stíl hér við land
gæti haft áhrif á fiskmarkaði okkar
erlendis.
Stórkostleg fækkun á sel yrði
geysilega kostnaðarsöm — jafnvel
kostnaðarsamari en að plokka
hringorminn úr fiskinum. Það er
alveg jafnvitlaust að ætla að skjóta
sel og skjóta til að mynda máva —
það hefur engin áhrif á stofnstærð.
það er annað sem ræður meiru —
svo sem fæðuframboð. Og þar fyrir
utan — hvaða rétt höfum við til þess
að strádrepa lífverur, allt að því út-
rýma, okkur til framdráttar? Ég fæ
ekki séð að okkur sé slíkt vald gef-
ið,“ sagði Sigrún Helgadóttir.
— o — 0 — o —
Aðalfundur Landverndar 1982
ályktar að aðgerðum Hringorma-
nefndar til fækkunar selum hér við
land, skuli umsvifalaust hætt og
Hringormanefnd leyst frá störfum.
Þrenns konar meginrök liggja
að baki ályktuninni: Hvernig stað-
ið var að skipan Hringormanefnd-
ar, líffræðileg rök og náttúruvernd-
arsjónarmið.
Fundurinn telur óeðlilegt, að
sjávarútvegsráðherra skuli hafa
falið nefnd skipaðri hagsmuna-
aðilum i fiskiðnaði, að hafa yfir-
umsjón líffræðilegra rannsókna á
selum. Með þeirri skipan eru Nátt-
úruverndarráð og stofnanir sem
stunda rannsóknir á náttúru lands-
ins, gjörsamlega sniðgengnar. Hér
er um siðfræðibrot að ræða og gróf-
lega gengið á verksvið rannsókna-
stofnana á borð við Hafrannsókna-
stofnun.
Rannsóknir þær, sem fyrir liggja
um samband sela og hringorma eru
ófullnægjandi til að réttlæta að-
gerðirnar. Þótt selum verið fækkað,
er óvíst hvort hringormavandinn
minnki. Samhengi hringorma-
11
L