Dýraverndarinn - 01.01.1983, Síða 14

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Síða 14
sýkingar og útbreiðslu og fjölda sela er flókið líffræðilegt fyrirbæri. Nokkuð öruggt má telja að sam- bandið sé ekki línulegt, að hring- ormatíðni minnki ekki í hlutfalli við fækkun sela. Auk þess er ósann- að að aukning hafi orðið á tíðni hringorma í fiski undanfarna ára- tuga. Frá því lög um náttúruvernd voru fyrst sett á íslandi hefur alltaf verið gert ráð fyrir samstarfi nátt- úrufræðinga, náttúruverndarfólks og þeirra sem nýta auðlindir lands- ins. Vinnuaðferðir Hringorma- nefndar ganga þvert á ríkjandi hefðir og eru auk þess í hrópandi ósamræmi við þróun náttúru- verndar- og umhverfismála í heim- inum. — o — 0 — o — Svona ályktaði aðalfundur Landverndar - þessi orð féllu mátt- laus niður eins og önnur mótmæli gegn störfum Hringormanefndar. js BROS Bros þitt ó land fyllir hjarta mitt unaði von og trú að svo ástúðlegt viðmót beri sannleikanum vitni þeir segja örlög þín séu ákveðin í eldi eyðingarinnar staðhœfingin krefst fárra orða glötunin fcerri flugskeyta en meðan orðin eru orð heldur þú áfram að brosa einum sannleik fegurðarinnar inn í hjarta mitt Baldur Ragnarsson Sólrún Eiríksdóttir frá Krossi, Fellum Fornir vinir VIÐ sem erum alin upp um alda- mótin áttum að vinum marga ferfætta málleysingja. Ég var strax hrifin af öllum dýr- um. Fylgdi ég Páli fóstra mínum í fjárhúsin á vetrin undir eins og ég gat gengið. Öll venjuleg störf, sem unglingar unnu á þeim árum leysti ég af hendi. í rökkrinu á haustkvöldum flutti ég hestana og hefti blessaða þreyttu fæturna þeirra. Það var mér ekki ljúft verk, en ekki varð undan því komist. Páll fóstri minn var mikill dýra- vinur og fór vel með allar skepnur. Oft heyrði ég hann segja frá því, þegar hann fór í fyrsta skipti yfir Lagarfljótsbrúna með hestana sina. Hestarnir gengu greiðlega yfir brúna, en þegar þeir komu yfir, stönsuðu þeir allir snögglega, litu til baka og horfðu með undrun og gleði á móðuna miklu, sem þeir voru komnir yfir án þess að væta fót. Jökull, hvíti fjárhundurinn, sperrti eyrun og horfði í sömu átt. Eftir litla stund sneru þeir við, frísuðu ánægju- lega og héldu áfram ferðinni greiðir í spori. Það var ógleymanleg stund. Ég sakna þess að nú heita ærnar ekki lengur fallegum nöfnum. Númerin eru komin í staðinn. „Skessa, Brúða, Læða, Löng, Lurfa, Dúða, Grýla, Torfa, Lúða, Buxa, Böng, Bílda, Kúða, Ríla.“ ,,Flekka mín er falleg ær, fylgja henni systur tuær, langt á fjöllin leita þœr, Laufatýr þeim engin nær.“ Falleg eru nöfnin ær og kýr. Rollur og beljur leiðist okkur gamla fólkinu. „Ærnar mínar lágu í laut, leitaði ég að kúnum, o.s.fru." Mörg og heit saknaðatár felldi ég, þegar þær skepnur, sem mér voru sérstaklega kærar, féllu frá. Einn hestur var mér sérstaklega hjartakær, Brúnn gamli, stólpa- gripurinn góði. Alltaf bar hann þyngstu baggana, alltaf var hann hafður fremst í lestinni, en hann var þungur í taumi, og ég var oft þreytt að fara á milli með heybandið. Eitt kvöld flutti ég hestana eftir langan og erfiðan dag. Ég hefti þá og var í versta skapi. Ég sló með taumbeislinu í höfuðið á mínum besta mállausa vini, Brún. Svo rigsaði ég í burtu bálreið, en mér varð litið aftur eftir smástund. Stendur þá ekki blessaður gamli vinurinn minn og horfir á eftir mér með sorg í augum, en fór ekki að bita eins og hinir hestarnir. Ég flýtti mér til hans, faðmaði sterklega hálsinn, grét fögrum tárum og bað hann að fyrirgefa mér. Ég klóraði honum bak við eyrun, kyssti á mjúkan flipann og labbaði heim á leið. Þegar ég leit aftur, frísaði Brúnn ánægjulega og fór að kroppa í ákafa. Ég var aldrei oftar vond við hann, og ég óska þess heitt að sjá hann hinum megin. Páli fóstra mínum fórst vel við Brún sinn. Hann gaf gamla hestin- um inni hálfan mánuð töðu og há, áður en hann var felldur. Nokkru seinna dreymdi fóstra minn, að hann var á ferð með Brún á leið til Seyðisfjarðar. Þótti honum Brúnn líta mjög vel út, unglegur og mjög góður í taumi. Þótti fóstra mínum mjög vænt um þennan draum. (Frásögn þessi er hluti úr bréfi, sem Sólrún skrifaði Stefáni ASalsteinssyni, búfjárfræð- ingi, 3. okt. 1982, en hann vélritaði frásögnina upp og fékk leyfi Sólrúnar til að láta birta hana). 12

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.