Dýraverndarinn - 01.01.1983, Qupperneq 17
HVERSVEGNA hafa
kettir og önnur dýr
veiðihár? til þess að hjálpa
þeim að fylgjast með því
sem skeður í kringum þau.
Veiðihárin eru líffæri
snertingarinnar!
Veiðihárin eru löng, stíf
hár sem vaxa út úr húð-
inni. í kringum rótina eru
mjög næmar taugar. Þegar
veiðihárin koma við eitt-
hvað segja þessar taugar
dýrunum hvað það er.
Dýr eins og kanínur og
dádýr virðast ekki vita af
veiðihárunum sínum. Það
er vegna þess að þessi dýr
eru mest á ferli á daginn.
Þau nota sjón sína og
heyrn til þess að finna
fæðu og forðast óvini.
Veiðihárin hjálpa þeim
dýrum mikið sem ferðast
um í myrkri. En vísinda-
menn vita samt enn ekki
hversu mikið dýrin eru
háð þessum „fálmurum“
sínum.
Kötturinn notar veiði-
hárin sín mikið þegar
hann er á veiðum í myrkri.
Þau hjálpa honum að rata
rétta leið og forða honum
frá að ganga á hluti.
Þegar köttur stingur
höfðinu inn í dimma holu
eða reynir að komast í
gegnum girðingu segja
veiðihárin honum hvað
hann hefur mikið pláss.
Veiðihárin hjálpa sum-
um dýrum að finna fæðu.
Rostungur til dæmis, hefur
mörg hundruð þykk, brodd-
kend veiðihár á efri vör-
inni. Niðri í dökku djúp-
inu, þangað sem rostung-
urinn kafar eftir skelfiski,
hjálpa hin næmu veiði-
hár honum að finna hina
gómsætu fæðu í leðjunni.
js þýddi lauslega úr ensku
„Glóbjart liðast
hár um kinn(<
Eftirfarandi grein, hér í lauslegri
þýðingu og endursögn, birtist í
breska dýraverndarblaðinu LIBE-
RATOR, sept./okt. 1982. Samtök
þau, sem standa að útgáfu blaðs
þessa einbeita sér eingöngu að
verndun tilraunadýra. Aðalbar-
áttumálið er afnám ,,vivisection.“
Fyrri hluti þessa samsetta orðs er
af latneskri rót - ,,vivius“, sem
þýðir ,,lifandi“, seinni hlutinn
,,section“, þýðir að skera, eða
búta í sundur. ,,Vivisection“, að
skera í sundur lifandi verur. Á
síðum blaðsins gefur að líta hroll-
vekjandi myndir og frásagnir af
þessháttar limlestingum tilrauna-
dýra. í>eir, sem mæla þessum að-
förum bót, telja þær nauðsynlegar
í þágu læknavísindanna.
E.B.
MARGIR munu kannast við
háralitunarefni, sem heitir
„Nice ’n Easy“, en það er víða á
boðstólum í snyrtivöruverslunum
hérlendis. Það er framleitt í Clairol
verksmiðjunum bresku og sagt eðli-
legt, auðvelt í notkun og allsendis
skaðlaust. Litaúrvalið er fjölbreytt,
allt frá glóbjörtum háralit barns
yfir í þann hrafnsvarta, sem suð-
rænar konur skarta. Framleiðend-
um láðist þó að taka fram, að
þessari fánýtu framleiðslu var
komið á markaðinn að undan-
gengnum ómannúðlegum tilraun-
um á háþróuðum spendýrum.
Clairol verksmiðjurnar hefðu án
efa látið fylgja sögunni hvernig
þeim tókst að búa til svona góða
og þægilega vöru, ef engu væri að
leyna og samviskan hrein.
Svo kanna mætti áhrifin af
„Nice ’n Easy“ litnum voru Rhesus-
apar hrifnir burt úr heimkynnum
sínum i frumskógunum og þeir
notaðir við tilraunir. Fyrst voru
þeir svæfðir og síðan reyrðir niður
á bekk á rannsóknarstofu með
höfuðin hangandi fram af brúninni
svo hægara væri að lita á þeim
hárið. Sá sem lituninaframkvæmdi
var hanskaklæddur til þess að
vernda hörund sitt gegn áhrifum
litarefnisins. Að 20-30 mínútum
liðnum var hárið skolað, þerrað
með pappírsþurrku og litaða hárið
rakað af. Að þessu loknu var öllum
öpunum komið fyrir í stólum og
þeir reyrðir niður, þannig að þeir
gætu ekki snert á sér höfuðið. Hversu
mikill sem sviðinn, kláðinn eða
sársaukinn kann að hafa verið í
hársverðinum gafst þeim engin leið
til fróunar - slíkt hefði spillt til-
raunastarfseminni.
Þvagsýni var tekið hjá þessum
dýrum með vissu millibili; varnar-
lausum, bundnum föstum í stólun-
um í allt að 7 daga.
Er hægt að réttlæta svona með-
ferð á dýrum til þess að menn geti
skipt um háralit?
15