Dýraverndarinn - 01.01.1983, Side 31
Norrænt umferðarár - réttur dýranna
Árið 1983 hefur uerið ákueðið norraent
umferðarár og munu fjölmiðlar halda
uppi miklum áróðri I þeim tilgangi að
bæta umferðina. Blaðið óskar þess
að sá áróður megi verða sem áhrifa-
ríkastur því slysin af völdum umferð-
arinnar eru gífurleg.
I þessu sambandi minnum við á
rétt dýranna í umferðinni. Dýr á veg-
um úti eru stórhættuleg umferðinni
og hljótast mörg slys af því á hverju
ári. Nú er það svo að það eru dýrin
sem eiga réttinn á vegunum, efsvo má
að orði komast. Sá sem ekur á dýr er
skaðabótaskyldur. Það skal brýnt
fyrir ökumönnum að aka varlega þar
sem þeir sjá dýr við vegarbrún því
aldrei er að vita upp á hverju dýrið
tekur.
Dýrin í umferðinni „eiga réttinn" -
það slær mann sú hugsun að það sé
m.a. orsök þess hve mikið er af bæði
kindum og hestum við vegarbrúnir.
Þess eru ófá dæmi að skepnum sé
jafnvel beitt t vegkantana! Þetta
er algjörlega óforsvaranlegt og mál
að linni. Skepnur eiga að vera á af-
girtum löndum hvort sem það er
afréttur eða heimahagi.
Hér með er skorað á allar sveita-
stjórnir svo og bændur að girða og
halda girðingum í lagi þannig að
skepnur gangi aldrei lausar á þjóð-
vegum landsins.
leyfílegt hámark mengunar, hið
svokallaða „þol“, er augljóstlega
mjög gallað. Öryggið, sem það
veitir, er aðeins á pappírnum og
vekur hjá mönnum þá röngu hug-
mynd, að fundin séu öruggtakmörk
þess sem er hættulegt og að tryggt
sé að ekki sé farið yfir þá markalínu.
Það er raunar álit margra og stutt
gildum rökum, að eitur i matvælum
sé aldrei hættulaust eða æskilegt,
hve lítið sem það er. Matvæla- og
lyfjastofnunin finnur þolmörk
eiturefna með tilraunum á dýrum og
ákveður síðan leyfilegt hámark
mengunar, sem er miklu minna en
þarf til þess að framkalla eitur-
einkenni hjá tilraunadýrunum.
Þessi aðferð, sem er talin örugg,
tekur ekki tillit til margra mikil-
vægra staðreynda. Þegar tilrauna-
dýr, sem lifir við tilbúin skilyrði
og undir eftirliti, er látið éta ákveð-
inn skammt af eiturefni, er það á
engan hátt sambærilegt við mann,
sem fær í sig skordýraeitur með
ýmsu móti og án þess að nokkur
leið sé að mæla það. Jafnvel þó að
7 milljónustu hlutar af DDT á salat-
inu á hádegisverðarborðinu hans
væri ,,hættulaust“, er annar matur
á borðum, hver um sig með leyfilegt
magn af DDT; auk þess er skordýra-
eitrið í mat hans, eins og vér höfum
áður séð, aðeins hluti og sennilega
lítill hluti þess, sem hann kemst í
snertingu við. Þessari samansöfn-
un kemiskra efna í líkamanum úr
ýmsum áttum er ekki unnt að fylgj-
ast með. Það er því út í hött að tala
um, að svo eða svo stór skammtur
af skordýraeitri í tiltekinni fæðu-
tegund sé „skaðlaus“.
En hver er þá lausnin á þessum
vandamálum? Eina viðhlítandi
lausnin er að taka í notkun efni,
sem ekki eru eins eitruð og þau sem
nú eru notuð, svo að dragi úr hætt-
unni af misnotkun. Slík efni eru til:
pyrethrin, rotenon, ryania og fleiri
efni, sem unnin eru úr jurtum. Ný-
lega hefur verið framleitt gervi-
pyrethrin og mun framleiðsla þess
geta fullnægt eftirspurninni eftir
pyrethrini. Brýn þörf er á að fræða
almenning betur um þau efni, sem
eru á markaðinum. Hinn almenni
kaupandi er ráðalaus, þegar hann
sér fyrir framan sig mikið úrval af
skordýralyfjum, sveppaeitri og ill-
gresiseitri og hefur engin tök á að
vita hver þeirra eru hættuleg og
hver tiltölulega meinlaus.
Jafnframt því, sem tekin væru
í notkun meinlausari eyðingarlyf,
ætti að leggja kapp á að rannsaka
aðferðir, sem ekki krefjast notkunar
kemiskra efna. í Kaliforníu eru
menn þegar farnir að reyna að
hagnýta sér sjúkdóma í skordýrum,
en þeim valda sýklar, sem einungis
lifa í vissum tegundum skordýra,
og enn víðtækari tilraunir á þessu
sviði eru í undirbúningi. Margar
aðrar leiðir eru til þess að halda
skordýrum í skefjum, aðferðir sem
ekki láta eftir sig eiturefni í mat-
vælum. En engin von er til þess, að
núverandi ástand, sem frá öllum
sjónarmiðum verður að teljast óvið-
unandi með öllu, batni til muna,
fyrr en þessar aðferðir hafa verið
teknar upp í stórum stíl. Eins og nú
er ástatt erum vér lítið betur sett en
gestir Borgianna.
Verðbólgan og við
Það er eUUi bara opinber þjónusta, matur og húsaleiga sem hæUUar
stanslaust - prentun hæUUar líUa. Því verður DÝRAVERNDARINN að
hæUUa árgjaldið þetta ár - eins og reyndar fyrri ár.
Við vonum samt að ásUrifendur blaðsins bregðist eUUi en greiði
árgjaldið fljótt og vel.
(Það er „bara“ prentuninn sem hæUUar - DÝRAVERNDARINN er
áfram unnin í sjálfboðavinnu - auðvitað!).
Og Uæru lesendur - næsta ár verður DÝRAVERNDARINN 70 ára!
Leggjum nú öll heilan í bleyti og veltum því fyrir oUUur hvernig við
getum gert þann áfanga eftirminnilegan!
js
29