Dýraverndarinn - 01.01.1983, Page 34
Ungur nemur
gamall temur
Árið 1894 gaf Hið íslenska þjóðvina-
félag út rit sem bar heitið: Foreldrar
og Börn. Uppeldisleiðarvísir, eftir
Ólaf Ólafsson prest að Arnarbæli.
Þar er að finna eftirfarandi klausu
um ómannúðlega meðferð á dýrum.
„Látið bömin aldrei horfa á grimmd-
arfulla meðferð á mönnum eða skepn-
um. - Slátrunaraðferðin hjer á landi er
svo Ijót og grimmdarleg, sem allir vita;
en hitt er þó verra, að börnum er leyft
að standa yfir og horfa á, þegar kindur
eru skornar á háls og smá-pínt úr þeim
lífið, meðan blóðið tæmist úr þeim.
Af því að þau venjast þessari óþokka-
aðferð frá blautu barnsbeini, þá finnst
þeim hún eðlileg, og þau hafa ekki hina
minnstu meðaumkvun með skepnun-
um, sem á þessa leið eru deyddar.
En hver sá, er hefur litla meðaumkvun
með skepnunum, er varla miskunnar-
og meðaumkvuanrríkur við menn-
ina.-“
Hetjan Brandur
fékk verðlaun
VIÐTÆK
DANKAÞJÓNUSTA
Útvegsbanki íslands býður
alhliða bankaþjónustu
og víðtækt net þjónustustöðva.
Á höfuðborgarsvæðinu eru 6 útibú,
auk aðalbankans og 5 útibú
eru víðs vegar um land.
Moskvu, 2. nóvember. AP.
KÖTTURINN Brandur komst heldur betur
í sviðsljósið í Sovétríkjunum fyrir skemmstu
er hann bjargaði lífi fimm ára gamals drengs
í bænum Tuapse við Svartahafið.
Málsatvik vour þau, að drengur-
inn var að leika sér við köttinn og
otaði að honum lítilli trjágrein. I einni
tilraun sinni rak drengurinn greinina
niður í rifu á gólfi hússins. Eins og
hendi væri veifað spratt það upp stór
snákur og ygldi sig framan í pilt.
Stjarfur af hræðslu stóð stráksi
stífur augnablik, en þá kom Brandur
til sögunnar. Stökk á snákinn, beit í
afturenda hans og bægði honum frá
drengnum. Upphófst þegar hin fjör-
legasta rimma á milli þeirra.
Við lætin tók strákur við sér og
kallaði á foreldra sína, sem voru innan-
dyra. Komu þau á vettvang og björg-
uðu Brandi sem átti illilega undir högg
að sækja, frá snáknum, sem síðan
var aflífaður.
Ekki fylgdi sögunni af hvaða teg-
und snákurinn var, en þess var hins
vegar getið að Brandur hefði verið
verðlaunaður. Ekki var farið nánar
út í þá sálma í fréttinni frá Sovétríkj-
unum.
Þessi frétt birtist í Morgunblaðinu I vetur.
Útvegsbankinn er í samstarfi
við félagssamtökin Átak.
Allar sparis jóðsdeildir bankans
taka við innlánsfé merktu Átaki.
ÚTVECSBANKI (SLANDS
Austurstræti 19 Reykjavik Sími: 17060 Telexnr. 2047
Hvenær segir íslenskur almenningur STOPP?
í DV þann 19. janúar í vetur er
fréttapistill frá séra Robert Jack,
Tjörn, Vatnsnesi. Þar segir m.a.:
Hér hefur verið, eins og annars
staðar, látlaus hríð í marga daga og
standa útigangshross í haga I svelti.
Hafa lög landsins gleymt þessum
dýrum sem voru einu sinni „þörfustu
þjónar" íslendinga eða eiga þau að
standa upp í kvið í köldum snjó og
vera gleymd í velmegun og efnis-
hyggju þjóðfélagsins? Allir vita að
erfitt er að ná til hestanna í hríð, en fá
allir nóg að borða þegar veðrið lægir?
Bóndi sagði mér fyrir nokkru að það
sé illa farið með útigangshross, víðast
hvar - og þjóðin þegir.
Við spyrjum: Hvenær er nóg
komið? Hvenær hætta fslendigar
að líða svívirðu? Hvenær verður
lögum um dýravernd FRAM-
FYLGT á íslandi?
js
32