Dýraverndarinn - 01.10.1974, Síða 11

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Síða 11
furðu hátt verð á þeim. Hinu er ekki að leyna, að íslendingar lærðu aldrei að súta skinn sín svo sem grannþjóðir vorar. En því má ekki gleyma að fslendingar áttu engan aðgang að efni til þessa og eiga það ekki enn nema innflutt og þá óþekkt á markaði hér nærlendis. Þeir áttu því enga leið færa, sem enn er þekkt til slíkrar verkunar með innlendum efnum. V Verslun með húsdýr var svo þekkt að á öndverðri 12. öld var sett fast verð á þau með Alþingis- samþykkt, sem Grágás geymir enn í aðaldráttum. Hér eru ekki tök á að rekja þau frekar. VI Það mun vera tvennt, sem mestu hefur valdið því til hvaða átta hið íslenska búfé hefur þróast gegnum aldirnar. Hið fyrra er not þjóðarin- ar af því og nytin sem það gaf. Hvorttveggja skapaði ákveðnar kröfur til þess: Vænni og betri hesta, meiri málnytu og gildari gripi á blóðvelli. Hið síðara var harðréttið, — harðýðgi hins mis- lynda veðurfars, hungrið miskunn- arlaust við dyr hvers manns og málleysingja, sem krafðist þess af hverjum einstaklingi að duga eða drepast. Þetta skóp hreysti, sem oft hlaut að verða á kostnað þess sem æskt var eftir. Þróunin hlaut því að togast milli tveggja skauta þótt skemmra en skyldi í átt til þess, sem óskhyggjan benti, megum vér þó vera þakklát fyrir þá vaxtarhæfni hins íslenska búfjár, sem vorri kyn- slóð hefur auðnast að kalla fram. Hafi þeir þökk er hlýddu Gubmundur Jósafatsson. dýraverndarinn 11

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.