Dýraverndarinn - 01.10.1974, Qupperneq 13
að milljónum skipci. Einnig hafa
verið uppi raddir um, að þeir hafi
ráðizt flokkum saman á herdeildir
á göngu og hlaðnar járnbrautarlest-
ir. Heimskautakönnuðir hafa jafn-
vel haldið þeirri sögu á lofti, að
úlfar hafi myndað hópa á jörðu
niðri, er þeir hafi komið auga á
flugvélar í lofti og búizt til árása.
Sannleikurinn er hins vegar sá,
að úlfar fara alls ekki um í flokkum.
Hinn kunni heimsskautafari, Vil-
hjálmur Stefánsson, hefur lýst því
yfir, að af öllum þeim þúsundum
úlfa, sem hann hafi séð í þeirra
eiginlegu heimkynnum, hafi hann
aldrei orðið þess var að þeir færu
fleiri saman í hóp en ein fjölskylda,
þ. e. foreldrar og ungar þcirra.
Þetta er sannleikurinn um alla
úlfahópana, sem ráðizt hafa á fólk,
- unga, gamla, brúðir, brúðguma,
veiðimenn, hermenn, Rússa, Tyrkja,
flugmenn o. s. frv. o. s. frv. Og það
er engin áreiðanleg heimild til um
það, að úlfur hafi nokkru sinni
ráðist á lifandi mann og lagt sér
hann til muns. Árum saman hefur
stofnun ein í Washington unnið að
rannsókn þeirra mannsláta í Banda-
ríkjunum og Kanada, sem talin voru
af völdum úlfa, og er niðurstaðan
sú, að „undantekningarlaust séu þau
af öðrum rótum runnin". Sannleik-
urinn er nefnilega sá eins og um
svo mörg dýr, að úlfarnir eru
fjarskalega forvitnir, en jafnframt
ákaflega varir um sig.
Kaupmaður einn, sem dvaldist
um fimmtán ára skeið í Norður-
dýraverndarinn
Kanada og sáð hefur fjöldann allan
af úlfum um ævina, kvaðst tala
fyrir munn margra veiðimanna
norður þar, er hann sagði: „í aOri
reynslu minni hér og af kynnum
mínum af indíánum, en tungu
þeirra tala ég reiprennandi, hef ég
aldrei orðið þess var, að eins mikil
hætta stafi af úlfum og til dæmis
nauti, svíni eða gæs".
Það er talið af mörgum að ýmis
dýr, þar á meðal úlfar, geti sáð
í myrkri, en sannleikurinn er hins
vegar sá, að ekkert dýr getur séð
í niðamyrkri. Sumar skepnur eru
að vísu þannig skapaðar, að þær
geta séð í mjög litlu ljósi og aðrar
hafa ýmis líffæri, sem eru sjóninni
mikilsverð hjálpartæki að þessu
leyti. Sum dýr hafa til dæmis skyn-
hár á efri vör og önnur hafa næma
tilfinningu fyrir hreyfingum í lofti
eða á vatni, og geta þannig áttað
sig. Eitt hinna síðarnefndu er leður-
blakan, sem ein vængjaðra dýra
getur flogið í algjöru myrkri. Sá
eiginleiki leðurblökunnar á þó ekki
rætur að rekja til góðrar sjónar,
heldur óvenjulega skarprar heyrnar.
Leðurblakan hefur þann sérhæfi
leika að geta forðast hluti, sem á
vegi hennar verða, með því móti
að gefa frá sér með vissu millibili
á flugi hátt og skerandi hljóð, sem
bergmálar frá hlutum í fjarlægð og
gefur henni til kynna hvert skuli
stefna.
Algjörlega órökstudd er sú sögu-
sögn, að indverski fíllinn sé auð-
taminn, en sá afríski ótemjandi. Og
við höfum hér óvéfengjanlegan
vitnisburð um þetta: Rómverjar og
Karþagómenn tömdu afríska fíla
í stórum stíl. Carl Hagenbeck nefn
ir fíla af báðum tegundum Júmbó,
sá taminna fíla er frægastur hefur
orðið, var afrískur.
Apar liafa ekki orðið eins fyrir
barðinu á misskilningi almennings
nú á tímum og áður. Það þýðir
ekki að bera það á borð fyrir lesend-
tu: nútímans að apar „reyki og
drekki og eyði ógrynni fjár í fjár-
hættuspil" eins og sumir hug-
myndaríkir rithöfundar hafa gefið
í skyn. Monboddo „nokkur" lá
varður hefur haldið því fram á
prenti, að órangútar hafi byggt sér
hús og haft þar menn fyrir þræla
og látið þá leika á flautu sér til
afþreyingar! Slíka átjándu aldar
frásögn líta menn auðvitað á sem
hreina lygi. Hún var kannski góð
og gild vara í gamla daga, þegar
fólk var gagnsýrt hindurvitnum og
hleypidómum, en sögur þær, er nú
ganga um apa, eru nær sannleikan-
um en áður, en þó þykir sumum
nóg um, þegar því er haldið fram,
að þeir leiti hver öðrum lúsa og
górillan sé allra skepna grimmust.
Sannleikurinn um apana er sá,
að þó að þeir virðist oft leita hver
öðrum lúsa, eru þeir aðeins að
„snyrta" hver annan og fjarlægja
ýmis óhreinindi. Lýs og önnur slík
kvikindi eru sjaldséð á öpum, og
ef þeir dyttu ofan á eitthvað slíkt
hver á öðrum, myndu þeir án efa
stinga því upp í sig og éta það.
Það er gráglettin staðreynd, en
staðreynd engu að síður, að apar
dýragarðanna fá fremur lús af gest-
unum en þeir af öpunum.
Myndir þær og auglýsingar, sem
hringleikahús og aðrir óvandaðir
aðiljar flagga framan í almenning
af górillaapanum, er mjög svo vill-
andi oft á tíðum. í rauninni er gor-
illan gríðarlega stór api, sem vegur
um fimm hundruð pund. Brjóstmál
hans er fimmtíu og fimm þumlung-
ar og handleggurinn um átta fet.
Það er ekki nokkur vafi á, að hann
gæti brotið riffil sem eldspýta væri
og svæft hvern meðalmann fyrir
13