Dýraverndarinn - 01.10.1974, Page 19
en þau voru komin þangað með
henni með bú sitt og börn, svo
úeig og veil sem þau voru þó.
Og þau voru ekki svikin í jarða-
skiptunum, því þarna þrímjólkuðu
þær kýrnar sínar um vorið mágkon-
urnar í Valóa áður en þær gátu farið
að bera í strokk vinkonur þeirra í
Kra.
Þetta fór alt vel og lánsamlega á
stað hjá þeim mágunum og eftir
tvö ár voru þeir búnir að búa svo
um sig þarna sem þeim líkaði. Ærn-
ar og geiturnar dreifðust upp um
brekkurnar margar og vel fram-
gengar og tíndu kjarngresið innan
um runnana eða úr graslautunum og
lynggeirunum fyrir ofan. Skógur-
inn stóð þar í torfum, runnum
og beltum um brekkurnar og
hallana neðan undir, en á sléttun-
um með ám og vötnum gengu asn-
arnir, hestarnir og kýrnar júgur-
miklar og latgengar. En uppi við
vatnið undir brekkunni stóð bærinn
myndarlegur og þrifalegur.
Það var eins og allir sem þangað
komu fyndu það á sér, að þar væri
auðsæld og velmegun að setjast að.
Bondóla kasa og óttinn á honum
hjaðnaði og fjarlægðist smám sam-
an úr vitund manna eins og vondur
draumur, sem hættur er að hita
manni og orðinn er eins og mein-
laus vofa, sem er að deyja út.
Þeir mágarnir voru ekki búnir að
vera þarna nema tvö ár þegar ýmsir
af hinum gömlu nágrönnum þeirra
frá Kra fóru að búa sig undir að
flytjast til þeirra og einir tveir eða
þrír hefðu komið þá um vorið ef
lítið atvik hefði ekki aftrað því.
Ókunni maðurinn
Svo stóð á, að Dadda, elsti sonur
mágs Mílóhæu, sambýlismanns
þeirra, kom einn dag heim frá
lambánum dapur og órór og sagði,
dýraverndarinn
að til sín hefði komið ferðamaður
og gengið með sér inn um brekk-
urnar, spurt sig hvernig þeim lík-
aði þarna, hvernig þeim liði og svo
um hagi þeirra og ýmislegt þess-
leiðis eins og menn voru vanir að
gera, þangað til hann hefði alt í
einu spurt sig eins og glottandi,
hvernig hann héldi, að sér yrði við,
ef hann fyndi einn dag, að bærinn
tæki kipp með þau öll niður í
jörðina nokkrar mannhæðir eða svo
og sigi svo dýpra og dýpra, þangað
til rétt sæist glóra í himininn upp
um endalausan svartan stromp.
Dadda mundi varla hverju hann
hafði svarað manninum, en sagði,
að sér hefði ætlað að verða illt og
hann hefði fengið svo mikið ógeð
á þessum manni, að hann vildi losna
við hann og fara heim, en hinn
hefði þá snúið við með sér og fylgt
sér alla leið heim undir bæ. Hann
var hvað eftir annað að ámálga
þetta, og spyrja, hvort honum þætti
ekki leitt að deyja svona ungum, og
fleira þess háttar, og rétt þegar
hann sneri frá honum, spurði hann,
hvort hann hefði heyrt nefndan
Bondóla kasa. Þessu ansaði Dadda
ekki en stökk á spretti heim.
Dadda var myndarpiltur og
greindur og þá á 14. ári og trúðu
allir sögu hans og létu flestir á sig
fá nema Nardodd. Hún sagði, að
þar væri kominn einhver öfundar-
maðurinn til þess að hræða þau
og börnin og skyldu þau ekkert
hirða um það og vera ósmeyk og
best að láta þá pilta koma heim til
sín.
Mílóhæa brá illa við þetta og lét
þó lítið á bera og var jafnvel farið
að smádraga yfir þetta hjá honum,
þegar vinnupiltur hans, unglings-
piltur, kom með söguna heim úr
skóginum; hafði maðurinn komið
þar að honum eins og út úr einum
runninum og borið upp fyrir hon-
um þessa sömu spurningu um
strompinn. Hafði pilturinn þá sagt
við hann, því hann væri að spyrja
að þessu, eða hvort hann væri þess
megnugur að sökkva bænum og
glotti hinn við og sagði, að þetta
hefði borið hér við áður og gæti vel
orðið enn. Greinilegar svaraði hann
því ekki, en spurði rétt á eftir pilt-
inn, hvort hann hefði heyrt nefnd-
an Bondóla kasa og játti pilturinn
því og gretti þá hinn sig og hló
kuldahlátur og gekk við það burt
aftur inn í skóginn.
Eftir lýsingunni var þetta sami
maðurinn sem Dadda hitti, hár
maður og þrekinn, miðaldra, afar
dökkur í framan, stórskorinn og
nefljótur og gat skotið hvítum aug-
unum beint út undan sér, þegar
hann glotti.
Nú skall óttinn á aftur eins og
gjörningabylur og varð svo þungur
á, að flestum urðu næturnar til lít-
illar hvfldar í bænum; varð mág-
konan veik af vökum og hugraun
og lauk svo, að þau hjónin fóru
þaðan með börn sín og málnytu
um vorið, en létu húsin standa og
töluðu jtfnvel um að koma aftur.
En Nardodd gerði ekki mikið úr
þeirri afturkomu. Slíkar skræfur
kvað hún ekki verðskulda velmegun
og það yrði fram að koma sem ætlað
væri, því það ætti nú fyrir þeim að
liggja, aðdeyja úr dugleysi, en þeir
skyldu að öðru hlæja öfundarmenn
sínir heldur en því, að þeir hræddu
hana og hennar fólk úr þessum
stað niður í sveltið og örtröðina í
Kra. „Ég þyrfti að verða fyrir hon-
um, þessum kóna, sem hér er að
snuðra um og hræða ykkur", sagði
hún við börnin, „og vita svo hvort
hann kæmi næsta daginn". Hún
var svo reið bróður sínum og mág-
konu fyrir flanið, að henni varð
19