Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 31

Dýraverndarinn - 01.10.1974, Blaðsíða 31
Minningar um Frá átta ára aldri til þrettán ára, átti ég engan vin henni fremri - nema móður mína. Skjóna bar mig yfir fen og for- æði í smalamennskum löngu lið- inna daga. Hún vissi miklu betur en ég hvað okkur báðum hentaði best. Oft á liðnum ævidögum hef ég hugsað um þessa yndislegu „veru" hana Skjónu. Hún ein bar heim heyið af engjunum — Mikið held ég að hún hafi oft verið þreytt. Hana langaði til að eignast fol- ald, (lítið barn, sem hún myndi elska og líka til að standa hjá henni í stallinum), en hún var allt- af höfð í tjóðri (það er bundin heima" og fékk því engan „séns". dýraverndakinn onu Svo varð hún gömul og þreytt. Hún hætti að hugsa um þetta og hitt - bara vinna húsbændunum og þjóna þeim til hinstu stundar. Svo var það vorið 1912, að ég flutti burtu úr fæðingarsevit minni. Skjóna stóð á túninu, mjög nærri lendingunni .... Fjölskyldan var að kveðja. Eg fór til Skjónu vafði hand- leggjum mínum um háls hennar og kyssti hana í hinsta sinn. Ég þrettán ára strákurinn grét - já grét á þessari hugljúfu skilnað- arstund. Páll Hallbjörnsson Lax og silungsveiði Eftirfarandi bréf barst til blaðs- ins frá ónefndri búsmóður og verð- ur það birt hér óstytt. Nú er byrjuð lax og silijngsveiði af fullum áhuga hjá mörgum og ánægja og gróðavon á hæsta stigi hjá viðkomandi. En leiða þeir nokkurntíma hugann að því, að þeir eru með lifandi verur, sem finna til eins og þeir sjálfir. Ég hef ekki heyrt að það væri algengt hjá veiði- mönnum að rota laxa og silunga þegar búið er að ná þeim á land. Þeir lifa dálitla stund á þurru landi og jafnvel þræddir upp á kippu áður en þeir eru dauðir. Sumir drengir slíta oddann, sem liggur úr kvið dýrsins og í haus- inn. Miklar þjáningar losnuðu þessi dýr við ef að allir veiðimenn hefðu með sér járn til að rota fiskana með. Það þarf ekki að vera svo þungt, ef að það er vellagað til þess. Er ekki hægt að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Eða fá það lögleitt að deyða laxa og sil- unga á þann hátt. Ég hef sjálf verið að veiða silung í net og snöggdeytt þá á þennan hátt jafnóðum og þeir náðust. Væri ég dugleg að skrifa í dag- blöð mundi ég gera það um þetta mál. Sendi hér með áheit á Dýra- verndunarfélagið. Með þökk til þess fyrir gott og óeigingjarnt starf. Með rnestu kveðju, húsmóðir S. D. í. þakkar þetta góða bréf með þess mjög svo þörfu ábending- um, svo og þúsund krónurnar, sem fylgdu með. Þœr komu í góðar þarfir. 31

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.