Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 16
001. Ráðhús Reykjavíkur. 002. Orkuveituhúsið. REI Á MANNAMÁLI ALLT SEM ÞÚ VILDIR VITA UM REI EN NENNTIR EKKI AÐ LESA EÐA GAST EKKI SKILIÐ REl-málið var stcersta og afdrifaríkasta fréttamál siðasta árs. Það er þegar orðið með þeim steerri á þvi ári sem nú líður og enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Málið skapaði tvisvar upplausnarástand i horgarstjórn, sprengdi einn meirihluta, leiddi óbeint til annarrar sprengingar, skapaði skúrka og hetjur, kom upp um spillingu i Orkuveitu Reykjavikur og svipti hulunni af anarkí og alvarlegum annmarkum á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með afathygli frá því i haust ogglósað er ekki úr vegi að rekja hér REI-málið frá upphafi til dagsins í dag í stuttri og laufléttri samantekt. LEITIN AÐ UPPHAFINU Fyrsta álitamálið er hvert eiginlegt upphaf REI- málsins er. í raun er um að ræða þrjá ólíka en tengda atburði: 1. Þegar Reykjavík Energy Invest var stofnað í mars í fyrra utan um útrásarverkefni Orkuveitunnar sem snéru helst að virkjun jarðvarma á erlendri grundu. Þá var Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, stjórnarformaður OR. Verkefni hennar erlendis höfðu áður verið á hendi dótturfélagsins Enex, og tilgangurinn með stofnun REI var að draga úr áhættu OR af útrásarverkefnunum með því að setja þau undir nýjan hatt þar sem ábyrgð hennar var takmörkuð. REI var þó ávallt að sýsla með fjármuni OR - og þar með almennings. Strax lá fyrir í samþykktum félagsins að leitast ætti við að fá aðra fjárfesta til liðs við REI, og að endingu ætti OR ekki að eiga nema 40 prósent í félaginu. Samkrull hins opinbera við einkageirann var því alltaf á teikniborðinu án þess að síðari tíma gagnrýnendur þess fyrirkomulags hreyfðu mótbárum. 2. Þegar Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitunnar frá því síðasta sumar, hafði í ágúst samband við Bjarna Ármannsson, fyrrum forstjóra Glitnis, sem hann hafði kynnst við opnun jarð varmavirkjunar í Kína, og bauð honum að taka við stjórnarformennsku hjá REI. Af þessum vendingum vissu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ekki, nema Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem sat um þær fund með Hauki og Bjarna. Eftir að Bjarni samþykkti að taka við var forstjóra OR, Guðmundi Þóroddssyni, hrókerað yfir í forstjórastól REI og Hjörleifur B. Kvaran, aðstoðarforstjóri OR, hækkaður í tign. 3. Athyglisverðast er líklegast þegar Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, stærsta eiganda Geysis Green Energy (GGE) sem stóð einnig í útrásarverkefnum á sviði orkunýtingar, kom að máli við Hauk um miðjan september og stakk að honum hugmyndinni bráðsnjöllu um sameiningu REI og GGE. STRAX KOMIÐ Á LOKASTIG Eftir það var atburðarásin hröð og innan tveggja vikna var samruninn svo gott sem frágenginn. Þá var hins vegar einn hængur á, og sá var stór: Enginn borgarfulltrúi, fyrir utan Björn Inga Hrafnsson, sem átti sæti í stjórn í REI, hafði heyrt af fyrirhuguðum samruna - hvað þá gefið samþykki sitt fyrir honum. Það þýddi að ráðast þurfti í kynningarherferð. Fyrst voru áætlanirnar kynntar fyrir Vilhjálmi á frægum fundi á heimili hans. Þar voru - auk Vilhjálms - Bjarni Ármannsson og Haukur Leósson. Á fundinum var Vilhjálmi sýnt minnisblað með nokkuð ítarlegum upplýsingum um málið, meðal annars um 20 ára einkaréttarsamning milli REI og Orkuveitunnar sem átti eftir að valda fjaðrafoki síðar, þegar Vilhjálmur sagðist meðal annars ekki kannast við að hafa séð umrætt minnisblað. Á minnisblaðinu, sem síðar var gert opinbert, mátti einnig sjá að skyndilega var komin inn klausa um að a) hlutur OR í Hitaveitu Suðurnesja rynni beina leið inn í REI, b) REI myndi eiga forkaupsrétt að öllum hlutum sem OR kynni nokkurn tíma að eignast i Hitaveitunni og c) að OR skuldbindi sig til að reyna að sölsa undir sig hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitunni. Með þessu var í raun verið að reyna að einkavæða Hitaveituna bakdyramegin. Þegar upp komst um þessa skilmála nokkrum dögum síðar var blásið til neyðarfundar í Hitaveitunni og hjá eigendum hennar, enda leist mönnum lítt á blikurnar. Á fundinum skrifaði Vilhjálmur ekkert hjá sér, og það sem meira var: Hann upplýsti félaga sína í borgarstjórnarflokknum ekki um efni fundarins. Enn hefur ekki verið skýrt hvers vegna fundur um mál jafnstórt og þetta fór ekki fram fyrir opnari tjöldum en á heimili borgarstjóra. Fundinum lauk með því að Vilhjálmur veitti umboð fyrir sameiningunni fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Þegar þarna var komið sögu höfðu einungis tveir kjörnir fulltrúar úr borgarstjórn Reykjavíkur komið nálægt málinu eða yfirleitt heyrt af því: Vilhjálmur og Björn Ingi. Þó var málið á lokastigi, að heitið gæti. Næsta verk var að kynna málið fyrir öðrum borgarfulltrúum. Það var þá sem útrásardraumur REI-manna tók að breytast í martröð. EKKERT HÚRRA - EKKERT KLAPP Fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn voru boðaðir á kynningarfund um málið að kvöldi 2. október. Þar fengu þeir afar snubbótta kynningu á væntanlegum samruna. Rætt var um málið eins og það væri að fullu frágengið og þeir gætu engin áhrif haft á framvinduna. Vilhjálmur, Haukur, Björn Ingi og Guðmundur Þóroddsson áttu von á dynjandi lófataki og húrrahrópum en viðtökurnar voru allt aðrar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu hver eftir öðrum yfir mikilli óánægju með fyrirætlanirnar og gagnrýndu mjög annars vegar Björn Inga sem stjórnarmann í REI fy rir að ætla að ana með almannafé í áhættusama útrás og hins vegar eigin oddvita, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrir að hafa ekki upplýst þá fyrr um málavexti. Fundinum var slitið án niðurstöðu og ákveðið að hittast daginn eftir. Seinna kom í ljós að á þessum fundi höfðu þeir í þokkabót verið leyndir upplýsingum um 20 ára einkaréttarsamninginn og kaupréttarsamninga útvalinna starfsmanna OR og REI. AUGU REKIN í KAUPRÉTTI Kaupréttarsamningarnar vöktu fyrst athyli þegar fulltrúum minnihlutans í stjórn OR var kynnt málið á fundi morguninn eftir. Þeir fulltrúar voru Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri-Græna og Dagur B. Eggertsson fyrir Samfylkingu, auk Sigrúnar Elsu Smáradóttur sem tók sæti Dags þegar hann þurfti að víkja af fundi. Og það var Sigrún Elsa sem rak augun í klausu um kauprétti starfsmanna í annars flausturslega unnum samrunasamningnum. Hún spurði hvað bjó þar að baki og þótt augljós tregi hafi verið til þess að láta það uppi var listi yfir væntanlega kaupréttarhafa að lokum afhentur. í ljós kom að sautján svokallaðir „lykilstarfsmenn" OR og REI ættu að fá tíu milljóna kauprétt á hagstæðu gengi. Sumir „lykilstarfsmennirnir" voru nýráðnir til REI - einn var ekki enn byrjaður. Einnig kom í ljós að Guðmundur Þóroddsson forstjóri átti að fá að kaupa fyrir 100 milljónir. Eftir athugasemdir var ýmsu breytt, nöfn strikuð af listanum, upphæðir lækkaðar og gengisstuðlumbreytt. Mestu munaði um að kaupréttur Guðmundar var lækkaður úr 100 milljónum í 30. Allar upplýsingar um kauprétti þurfti hins vegar að draga með herkjum fram í dagsljósið. Enda kom á daginn að ýmislegt þoldi ekki að sjást. SPILLING? Eftir því sem fleiri staðreyndir málsins tóku að fljóta upp á yfirborðið urðu ásakanir um spillingu æ háværari. Það er stórt orð, spilling, en átti það við 1 þessu máli? Stutta svarið er já. Við blasir að sumt sem reynt var að komast upp með í aðdraganda sameiningarinnar var svo óforskammað að þeir sem tóku þátt í því með fullu viti eru annað hvort spilltir eða siðblindir - eða bæði. Spillingin sneri einkum að kaupréttarsamningum sem gera átti við stjórnendur Orkuveitunnar, meðal annars Hjörleif B. Kvaran forstjóra og fleiri. Þetta voru sömu menn og stjórnuðu því hvaða verðmæti í eigu OR áttu að renna inn í REI við sameiningu félaganna. Þeir höfðu því beina fjárhagslega hagsmuni af því að moka eigum Orkuveitunnar, og þar með almennings, inn í hið hálfeinkarekna REI, og þar með í hendur einkaaðila (og sjálfs sín). Þetta er spilling, nánast hvernig sem orðið er túlkað. Þeir sem höfðu vitneskju um þessa fyrirhuguðu samninga voru í það minnsta Hjörleifur Kvaran, Bjarni Ármannsson, Haukur Leósson, Björn Ingi Hrafnsson og Guðmundur Þóroddsson. Líklega vissu þetta fleiri innanbúðarmenn í REI og OR. Vilhjálmur hefði átt að vita þetta, en sagðist ekki hafa litið svo á að það væri hlutverk borgarstjóra að kynna sér slíka kaupréttarsamninga. Stjórnendum OR var svo umsvifalaust kippt út af listanum yfir kaupréttarhafa þegar athugasemdir bárust. Það var líkast því að þeir sem stóðu að samningsgerðinni hafi vitað upp á sig

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.