Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Síða 20

Stúdentablaðið - 01.03.2008, Síða 20
STAÐAIÍMYNDIR: STAÐREYND EÐA MÝTA? Staðalímyndir virðast rótgrónar í hugum okkar allra. Lögfrœðinemar í litlum leðurjökkum og hugvísindadeildanemar í lopagöllum eru síst til að draga úr þeim hugmyndum. Verkefni okkar var einfalt, við cetluðum að sanna að staðalimyndir séu í deildum Háskóla íslands. Við völdum út fimm stúdenta sem við töldum endurspegla staðalímyndaflóruna og mynduðum þá. Þá fengum við tvo álítsgjafa, sem tala rödd hinna almennu nema, dg létum þá greina manneskjurnar út frá myndunum. Spurningin er hvort að staðalimyndir Háskólanema séu jafnauðsýnilegar og œtla mcetti. Eru þcer staðreyndir eða mýta? „ÞAÐ VAR TEL DÆMIS HÍAÐ Á MIG í LÖGBERGIÞEGAR ÉG MÆTTI í ULLARGLIM MER BUXUNUM MÍNUM “ 1. Leðurjakkinn öskrar hugvísindadeild og rúllukragapeysan segir annað hvort bókmenntafræði eða saga. Ég hefði sagt saga ef hann væri ekki með strípur. Taskan villir um því hún ætti betur við viðskiptafræðinema.Þaðersmákílómarkaðsstemning yfir honum og þetta er fótboltastrákur sem vill gefa „ég er hugsandi-týpa“ - vibe frá sér. Hann er svona 25- 26 ára og á kærustu sem er svona „virtu mig“ - gella. 2. Hún er ógeðslega sæt og veit hrikalega mikið um lífið. Hún er í náttúrufræðigreinum, kannski í einhverju eins og örverufræði. Peysan og hálsmenið segja mér að hún sé náttúruunnandi. Hún drekkur bjór og dettur inn á trúbba á Celtic eftir vísindaferðir. Hún fer í strætó og er ekkert of upptekin af útlitinu. ..ÉG MYNDI TILPÆMIS ALDREI MÆTA f SKYRTUí VRII“ 1. Þetta er mastersnemi í viðskiptafræði, ábyggilega í alþjóðaviðskiptum. Hann langar í bankana en er efins vegna markaðaríns. Hann er byrjaður að grána sem segir mér að hann sé að skríða í þrítugsaldurinn. Með klæðaburðinum er hann þó að reyna að líta út fyrir að vera yngri en hann er. Þessi maður er i íþróttum, hefur góða snerpu og ég gæti trúað að hann væri í badminton. Hann fer á Hverfisbarinn því þar er hann með Mágusar-tilboð og tekur Kringluna fram yfir Laugaveg. 2. Peysan kemur upp um hana og segir mér að hún sé ekki íslensk. Hún endurspeglar hinn hefðbundna skiptinema sem kemur til landsins. Ég held hún sé á 5. árí i læknisfræði. Hún kynntist íslandi gegnum vörur Bláa Lónsins sem hún fann í London og hefur tröllatrú á lækningarmætti þeirra. Henni finnst kampavín í Burn ógeðslega gott. Hún er einhleyp, á páfagauk og er ekki að leita að ástinni. 1. Pétur Georg Markan. 27 ára. Guðfræði. Hann segir að innan guðfræðideildar kenni ýmissa grasa bæði hvað varðar útlit og innlit stúdenta. ítrekar þó að við séum blessunarlega öll börn Guðs . 2. Hana Sakata. 23 ára. Jarðfræði. Hún segist ekki vera hinn dæmigerði jarðfræðinemi því hún hafi meira gaman af plöntum og dýrum heldur en hörðum steinum. Hún lærir líffræði í Japan en er á íslandi í skiptinámi. Leó Stefánsson er Ijósmyndari Stúdentablaðins og jafnframt höfundur myndanna sem hafðar eru til hliðsjónar þessum texta. Hér er álit hans á þvi fólki sem hann hitti fyrir i hýbílum sinum eða privatholum. Ég segi prívatholum, vegna þess að fyrsta myndin sem um ræðir er af Baldri, stærðfræðinema við HÍ. Prívatholan hans, VR-II, var full af bókum, sófum, kaffi og og hljóðfærum, svo eitthvað sé nefnt. Kollegar hans stóðu við hvíta tússtöflu og reiknuðu gröf og ræddu afstæðiskenninguna grimmt. Baldur lítur út fyrir að vera nýkominn af Hróarskelduhátíðinni og ennþá með öll heittelskuðustu rokklögin á heilanum. Hann lifir fyrir tónlistana og hún gefur honum ákveðið ídentítet í hópi einsleitra stærðfræðinema. Ég talaði fyrst við Hönnu í símann. Ég kynnti mig á íslensku, enda fyndist mér dónaskapur að heilsa manneskju á ensku sem maður hefur ekki hugmynd um hvort tali íslensku eða ekki. Hanna svaraði mér þó á ensku og þar með vissi ég að hún væri ekki enn orðin klár í íslensku. Ég heilsaði henni á ensku. Við ákváðum að hittast á heimili hennar, Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Þar býr Hanna í litlu herbergi með annari stúlku af erlendum uppruna. Það sem skar sig úr við Hönnu var einlæg kurteisi sem geislaði frá henni er hún tók hlýlega á móti mér í anddyri Stúdentaheimilisins. Ég kynnti mig og ég sá strax að ég vildi taka myndina í ganginum. Við enda hans var gluggi sem lýsti upp andlit Hönnu, en bak við hana sjáum við röð herbergja, þar sem erlendir nemar, líkt og hún, eyða dögum sínum saman. Ég veit ekki mikið um Jón Ragnar. Hann býr í íbúð á annarri hæð á stúdentagörðunum við Lindargötu. Hann tók á móti mér fyrir framan heimili sitt, horfði i myndavélina og reyndi að brosa. Hann segir mér að hann sé í læknisfræði og líki það vel. Hann segist ekki vera steríótýpa læknisfræðinemans. Hann sé bara venjulegur strákur sem búi í venjulegri íbúð og

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.