Heimir : söngmálablað - 01.06.1936, Síða 22
52
Þórffur Kristleifsson
þess, aö tónlistin og álirif hennar liggur að mestu leyti
utan þess sviðs, sem tunga okkar nær til.
Ilinn gáfaði bassasöngvari, Schaljapin, skýrir þelta
alriði einkennilega vel með þessari spurningu: „Hverj-
um tekst að túlka með orðum, það ástand tilfinning-
anna, sem lýsir sér i lieimi andvarpsins?'1
Alþekktan vitmann, sem að sönnu var ekki sjálfur
tónlistarmaður, iief ég iieyrl segja eitthvað á þá leið,
að þær stundir, sem við bærum giftu til að dveljast í
heimi sannrar listar og algjörðrar fegurðar, þær væru
þau ljósbrot á leiðum okkar, sem gjörðu lífið þess vert,
að því væri lifað.
Battistini, Jiessi söngvari, sem liafði röddina fullkom-
lega á sínu valdi, hann glímdi oft við heil óperuhlut-
verk og einstök lög svo árum skipli, þrautæfði þau með
rækilegri íhugun, en söng þau samt aldrei á opinber-
um vettvangi, af þeirri einföldu ástæðu, að eitlhvað
skorti á það lislsnið — þá slipun, sem til þess þurfti
að standast hans eigin ströngu prófraun.
Þess munu ekki fá dæmi, að sönglög og önnur tón-
verk eru flutt opinberlega undirbúningslítið af hinum
smærri spámönnum. Það hlotnast aðeins fáum að ná
á þann tind frægðar og fullkomnunar, sem Battistini
kleif, en þó mætti vel liafa þessa vinnuaðferð hans í
huga, enda þótt áfanga flestra ljúki, áður en komið er
að rótum fjallsins.
Það var ekki einungis söngrödd Battistini, sem hélt
sér vel til elliára lians, heldur var maðurinn sjálfur
ungur hæði í anda og útsjón, enda var liann ramm-
byggður og mun hafa verið heilsuhraustur alla æfi.
Battistini lagði mikla stund á íþróttir og var hóf-
semdar maður i öllum lifnaðarháttum. Ilann átti stóran
og mikinn hóndahæ i Umhrien og dvaldist hann þar
ávallt, þegar kringumstæður leyl'ðu.