Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 5

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 5
SÖNGMÁLABLAÐ Gefið út af Sambandi íslenskra karlakóra og á þess ábyrgð. RITSTJÓRI: BALDUR ANDRÉSSON GAND. THEOL., TÚN- GÖTU 3, REYKJAVÍIv, SÍML 3160. ----------------------------- AFGREIÐSLUMAÐUR OG FÉHIRÐIR: S. HEIÐAR, BAUGSVEG 13, REYKJAVÍK, SÍMI 4913, PÓSTHÓLF 171. - 3. li. — 3. ár. |Árg. kr. 4.00 greiðist fyrirfram. Jjúli—Sept. 1937. Á V A R P. Páll ísólfsson, tónskáld, hefir vegna annríkis lálið af ritstjórn „Heimis“, en ég undirritaður tek við af honum. Með þessum ritstjóraskiftum verður engin hreyting á stefnuskrá hlaðsins, eins og hún var birt í ávarpi lil lcs- endanna, þegar l)Iaðið hóf göngu sína fyrir nokkurum árum. Samkvæmt lienni verður „Heimir“ sá vettvangur, er karlakórunum gefsl kostur á að ræða álnigamál sín, en jafnframl mun blaðið ræða söngmál á breiðari grund- velli, og láta sér ekkert óviðkomandi, er mætti verða til eflingar sönglífi og söngmenningu með þjóð vorri. Söng- fréttir mun blaðið flytja, fyrst og fremst innlendar. Eg .beini því hér lil söngstjóra utan Reykjavíkur, og annara manna í sveitum og kauplúnum úti á landi, að senda hlað- inu fréttir af því, sem við ber hjá þeim, en liingað lil hafa söngfréttir í blaðinu að mestu verið bundnar við liöfuð- borgina eingöngu. Ennfremur beini ég því til þeirra, sem fást við sönglagasmiði, bæði þeirra,er þegar hafa fengið hig sín prentuð, og eins hinna, sem ekkert hefir birsl eftir á prenti, að senda blaðinu karlakórlög til birtingar. Ef „Heimir“ gæti ekki rúmsins vegna birt öll lögin, þá mvndu þau koma til grcina við útgáfu karlakórlagahefta, sem S. h K. mun væntanlega beita sér fyrir. Baldur Andrésson. L

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.