Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 12

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 12
48 Halldór Jónasson viö hljóðfærið, þar sem hann liafði setið lengst og unað sér bezl. Voru leyfar hans fluttar hingað Iieini til Reykjavíkur i fæðingarborg lians, og jarðsettar hér með mikilli við- höfn og hluttekningu. Þegar athugaðar eru tónsmiðar próf. Sveinbjarnar Sveinbj., þá ber þar mest á sönglögunum, einsöngslögum og kórlögum. Það er í þessari tónlistargrein, að liann lief- ir náð mestri liylli. Mesl varð hann þekktur á Bretlandi, enda orti hann mest við ensk kvæði. Komu lög hans út mest einstök hjá ýmsum úlgefendum (þar á meðal Pent- land, og sum siðar hjá Wilh. Ilansen i Khöfn.). Náðu þau talsverðri útbreiðslu og voru oft sungin opinberlega. Mörg af þessum lögum eru óþekkt liér heima, sjálfsagt vegna þess að íslenzka lexla vantar við þau. Væri vel viðeigandi að textarnir yrðu þýddir á íslenzku, og hefir Þorsteinn Gíslason gert góða byrjun með þvi að þýða textana — Árniðurinn, Miranda, Norðurlönd og Vor- vísur. Er það sjálfsagt enganveginn létt að fella íslenzka texta við lögin, sem fari þeim jafnvel og frumtexlarnir. Það hefir frú Asta Einarsson sagt mér, að þegar hún hafi stungið upp á þvi við föðurbróður sinn, að semja lög við íslenzk kvæði, þá hafi honum fyrsl fundist hann þurfa að snúa þeim á ensku, sem hann og l. d. gerði við kvæðið „Ó, fögur er vor fósturjörð“. En hann áttaði sig þó á ]>ví, að þessa mundi ekki þurfa. Enda hefir hann auk hátíða- laganna, sem fyr voru nefnd, einnig samið ýms ágæt lög við íslenzk kvæði, sem og hafa náð almenningshylli, og nægir að nefna l. d. „Hvar eru fuglar, þeir á sumri sungu“ — „Við Valagilsá“ — „Ég berst á fáki fráum“ — „Sverrir konungur“ — „Lýsti sól“ — „Töframynd í Atlandsál“ — „Páskadagsmorgun“ o. 11. Þó að próf. Sveinbj. Sveinhjörnsson sé kunnastur fyrir sönglög sín, þá hefir hann samið margt fleira, t. d. hefir liann samið allmörg lög fyrir klavcr eingöngu. Sömu- ieiðis liefir hann samið lög fvrir fiðlu með klaverundir-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.