Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 23

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 23
B. A.: Edward Grieg 59 EDWARD GRIEG. EFTIR BALDUR A N 1) R É S S 0 N. Niðurlag. Lofthus. Árin 1874—4885 dvaldi Grieg mest í Bergen og Loft- hus. Þar reisti hann sér bjálkakofa uppi í bratlri fjalls- hlícS við Harðangursfjörðinn. Eiginlega var þetta ekki nema sumarbústaður. Þó kom það fyrir, að hann dvaldi í honum vetrarlangt, en þá fékk hann bændurna til þess að flytja húsið á kviktrjám niður að sjónum, þvi þar var hlýrra. Annars dvaldi hann á veturna í Bergen eða utanlands. Árið 1874 veitti Stórþingið norska honum 1600 króna árslaun. Þetla kom að góðu haldi. Hann var heilsuveill maður og hann fann að kraftarn- ir voru farnir að þverra; hósli og andarteppa þjáði liann, og vinnuþrekið var lítið. Á hverjum degi varð hann að liggja fyrir og hvilast nokkura klukkutíma, og þó var hann maður á hezta skeiði. Hann var orðinn áhyggjufullur um framtíðina, að hann myndi ekki, lieils- unnar vegna, geta unnið fyrir heimilinu. En þá var það, að Stórþingið samþykkti að veita honum lifvæn- leg laun, eins og fyrr er gelið. Úr ]>essu þurfti hann ekki að kviða lífinu. Veturinn 1874—1875 samdi Grieg, í Bergen, Ballade í g-moll, Op. 24. Tónsmiðin er byggð á þjóðlagi frá Valdres. Snilligáfa Griegs kemst óvíða eins hátt og í þessu verki. Sumir hafa lagt þann skilning i verkið, að það sé röð af myndum úr norsku þjóðlifi og af norsku landslagi; stundum er eins og sungið sé við rokkinn, stundum eins og menn sjái dimmbláa firði og ferleg fjöll, og á kafla er eins og tröllin stigi tryllt- an dans. Aðrir skilja vcrkið þannig, að það sé harma- saga fornrar hetju. Enn aðrir lialda þvi fram, að tón- skáldið sé að segja sögu sina í þessu verki, sem er

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.