Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 10

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 10
46 Halldór Jónasson skáldmællur og þýddi opt sjálfur þá söngtexta, sem liann þurfti að nola. En þótl gáfurnar væru ekki svo einskorð- 4 aðar var tónlislin svo að segja lians eina áhugaefni. Á milli þess að liann var að kenna, sat hann lengst af við hljóðfærið og var þá ýmist að kynna sér tónvcrk annara eða að vinna að sinum eigin. Söng liann oftast aðalrödd- ma og lék undir á klaverið. Hann liafði mikla söngrödd og djúpa, eða það, sem nefnl er á máli söngmanna has- barýton. Ekki hefi ég heyrt þess getið, að Sveinbjörn hafi á unga aldri gert mikið að sönglagasamningu. En eftir að hann var kominn úr skóla og fór að leggja aðalslund á tónlist, mun hann þó fljótt hafa í'arið að semja sjálfsætt. Enda hefir þetta verið orðið kunnugl þegar Sveinbjörn var beðinn að semja lag við þjóðhátíðarkvæði Matlh. Jochumssonar, „Ó, guð vors lands". Er sagl að Sveinhj. Iiafi i fyrstu færst undan þessu og ekki talið sig mundu ráða við el'nið, en þó loks lofað að gera tjlraun. En lagið varð til, og var scm kunnugt er sungið i fyrsta sinn á þjóðhátíðinni 1874 og liefir nú um nokkurt skeið vcrið notað sem aðalþjóðsöngur íslands, bæði hér heima og erlendis. En hvort svo verður l'ramvegis skal ósagl látið. Sjálfsagt hcldur lagið helgi sinni sem þjóðlegur háliöa- lofsöngur, því að lagið er fagurt og hátíðlegt. En lil þess að vera hversdagslegur og alþýðulegur þjóðsöngur er það ckki vel lagað og' heldur ekki til þess samið. Eyrir konungskomuna 1907 orli Þorsteinn Gíslason lcvæðaflokk og var Sveinbirni falið að semja lög við hann. Þannig varð til hin svonefnda „Konungskantata“, sem lalin er meðal fremstu verka Sveinbjörns. Var tón- skáldinu boðið hingað heim sem heiðursgesti til kon- ungskomunnar, og æfði hann sjálfur sönginn. Var hann af Friðriki VIII. sæmdur heiðursmerki og prófessors- nafnbót. Heiðurspening úr gulli hafði Kristján IX. sæml hann 1874. Nokkrum árum síðar varð Sveinbjörn fyrir mjög lil-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.