Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 29

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 29
Fréttir 65 áslandi'ö i sönglistarlífi þjóðar- innar fyrr og nú; sérstaklega ræddi hann um karlakórssöng- inn og þann þátl, sem hann hef- ir átt i þróun tónlistar hér á landi. Salómon Heiðar flutti er- indi um siingstjóranámskeið. Erindin verða siðar hirt í „Heimi“. Valdimar Hannesson flutti og erindi um Ríkisútvarp- ið: Viðhorf þess til karlakórs- söngs o. fl. Fyrir fundinum lágu ýms merkileg mál, t. d. frum- varp til laga fyrir Landssam- band söngfélaga íslands, um upptöku blandaðra kóra í sam- bandið, um útgáfu „Heirnis" o. fl., sem blaðið niun síðar minn- ast nánar á. Formaður sam- bandsins var endurkosinn Ólaf- ur Pálsson og varaformaður Hallur Þorleifsson. Meðstjórn- endur voru kosnir Árni Bene- diktsson og Skúli Ágústsson. Meðstjórnendur í öðrum lands- hlutum voru og endurkosnir. — Samþykkt var að ráða Sigurð Birkis fyrir söngkennara sam- bandsins næsta starfsár. Vegna rúmleysis verða nánari fréttir af fundinum að bíða næsta blaðs. Diderik Buxtehude. Buxtehude er einhver merki- legasti fyrirrennari Bachs. í ár voru liðin 300 ár frá fæðingu hans og var þess minnst í út- varpi, koncertsölum og blöð- mn á viðeigandi hátt um all- an hinn menntaða heim. Buxte- hude er tvímælalaust lang- merkilegasta tónskáld Dana. En menn vita næsta litið um mann- inn sjálfan. Menn vita ekki með vissu hvenær hann er fæddur, hvar hann er fæddur og hverr- ar þjóðar hann var í raun og veru. Fæðingarár hans er ann- aðhvort l()3(i eða 1037. Borg- irnar Helsingör og Helsingborg togast á unx hann og vilja báð- ar eigna sér hann. Þjóðverjar hafa og gert tilraun til þess að eigna sér hann og hafa haldið því fram, að hann sé fæddur í Holstein. En rökin eru veik. í vitund þýzku þjóðarinnar er hann danskur. „Der gewaltige Dáne“ (hinn stórbrotni Dani) nefna Þjóðverjar hann. Faðir hans hét Hans Jensen Buxte- hude og móðirin Helle Jespers- datter. Nöfn foreldranna benda ótvirætt á danskan upprima. Buxtehude starfaði öll sín manndómsár í Lúbeck. Hann er alþýzkur í tónsmíðum sín- um. Frægt er það, þegar Hán- del i fylgd með Mattheson vini sinum heimsótti hann. Lék honum hugur á að fá stöðuna eftir Buxtehude, sem þá var orðinn gamall maður. Buxte- liude komst fljótt að raun um, að Hándei var karl i krapinu, sem fær var í flestan sjó, að því er tónlist snerti, og bauð honum stöðuna eftir sinn dag, en þó með því skilyrði, að liann kvæntist dóttur hans, sem var allt að því 12 árum eldri. Þetta þótti Hándel þungir kostir, því hann var lifsglaður unglingur, rúmlega tvitugur að aldri, og hafnaði því boðinu.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.