Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 31

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 31
anda sinn, samin við Hátiða- ijóð Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og auk þess nokk- ur smálög eftir hann. Björgvin Guðmundsson mun vera afkastamestur islenzkra tónskálda. En megnið af verk- um hans þekkir þjóðin ekki ennþá. Þau eru óprentuð. En allmörg lög eftir hann hafa birzt á prenti, og hafa þau og •einnig sum óprentuðu lögin verið sungin af einsöngvurum vorum og kórum. Þau liafa nægt til þess að skipa honum í vit- und þjóðarinnar veglegt sæti á tónskáldabekk vorum. — Is- landskantata Björgvins er ein af þeim, sem ekki hlutu verð- laun i samkeppninni 1930, sæll- ar minningar. En hún cr mikið verk, fjölbreytilegt og tilþrifa- mikið á köflum. Kórkaflarnir, þar sem Björgvin grípur lii hins fjölradda stíls, bera langt af hinum. (sbr. „Við börn þín, ís- land“ o. f 1.). Þessir kaflar eru vel gerðir, og í þeim er „músí- kalskur spenningur", svo að stundum nálgast hið mikilfeng- lega. Björgvin stendur i list sinni Tneð báða fæturna i liðna tím- anum. Hann treður troðnar brautir. Þetta er ekki tónlist 20. aldarinnar. Hún hcyrir löngu liðnum tímum til og á þegar ruddan veg hæði hér og annarsstaðar. En hvernig, sem menn annars líta á þetta, þá hefir honum þó tekist að skapa fallega músik í gömlum form- um, og vitanlega skiftir það ekki litlu máli, þvi eins og dæmin sanna, þá lifa falleg og innblásin lög og halda velli, hvort sem stefnan er gömul eða alveg ný. Kantötukórinn er blandaður kór, skipaður um 00 mönnum. Þetta er óvenjustór söngflokk- ur á islenzkan mælikvarða. En einvalalið er þetta ekki. Eitt- hvað af viðvaningum og liðlétt- ingum. Kvenraddirnar bera af karlmannaröddunum. Sópran- arnir eru mjúkir og fagrir, alt- raddirnar öruggar og nutu sín vel, en bassaraddirnar eru veigalitlar. l'lokkurinn var prýðilega vel æfður og samtök- in góð. Söngstjórnin var ör- ugg og myndugleg. Iiinsöngvarar voru tenórarn- ir Gunnar Pálsson og Hreinn Pálsson, barytónsöngvarinn Ragnar Kvaran og messósópr- aninn ungfrú Guðrún Þor- steinsdóttir. Dúett sungu ung- frú Ingibjörg Steingrimsdóttir og frú Helga Jónsdóttir. Þau gerðum hlutverkum sínuin góð skil. Sónötukvöld Árna Kristjánssonar 11. maí síðastl. Píanóspil Árna Kristjánsson- ar vckur jafnan hina mestu at- hygli þeirra manna, sem notið geta æðri tónlistar. En hann spilar of sjaldan. Pianóspil hans hefir ákveðinn þvip. í því er sterk pcrsónuleg nóta, þróltur og karlmannleg við- kvæmni. Hann beitir ekki afl-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.