Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 7

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 7
Próf. Sveinbj. Svcinbjörnsson 43 Þessi tegund tónlistaf — klaverkleikurinn — eða píanó- spHið, sem það er venjulega kallað — varð nú einmitt sú sérgrein, seni Sveinbjörn lagði aðalslund á og hann síðar varð kennari í. Má telja það einkennilegt að hann skyldi lenda í þessari grein, sem þá var svo að segja ekkert á veg komin hér á landi. Frameftir 19. öldinni þekktu menn almennt ekki nema gömlu hljóðfærin, langspil og fiðlu. Að vísu hafði Magnús Stephensen konferensráð haft iilið orgel um og eftir aldamótin 1800, en i sjálfa dómkirkjuna kom slíkt hljóðfæri ekki fyrr en um 1840. Hvenær fyrst kom hingað klaver til landsins, veit ég ekki. Danskar kaupmannafjölskyldur áttu stundum slik hljóð- færi. Eitt hafði komið lil Thorgrimsens á Eyrarbakka rctt fyrir 1850. Það fyrsta, sem ég liefi spurnir af i Reykjavík, var í eign Christen Zimsens afa Knuds fyrv. borgarstjóra og þeirra hræðra, en hann fluttist liingað til lands árið 1855, eða þegar Sveinbjörn var 8 ára. Pétur Guðjolmsen eignaðist og nokkru síðar klaver, er nemend- ur latínuskólans gáfu honum, og lærðu dætur hans að leika á það. Stóð svo fram yfir aldamót, að fáir komust lengra i klaverleik en að spila létt lög og danslög, enda voru þeir ekki margir, sem höfðu ánægju af að hlusta á þyngri verk og vandasamari. Það mun því engan furða á þvi, þótt það þætti þá sérvizkulegt af ungurn manni með embættisprófi, að leggja inn á þá braut að fara að læra klaverspil og tón- fræði í þvi skyni að hafa af því atvinnu. Er og sagl, að móðir Sveinbjarnar liafi borið miklar áliyggjur út af þvi, að láta son sinn fara af landi burt og til ókunnugra, því hann var mjög eins og úti á þekju i venjulegum, dag- legum efnum og hafði þurft allrar umönnunar við. En það héldu honum nú engin hönd, og sigldi hann lil hins sameiginlega áfangastaðar íslendinga fyr og síðar Kaupmannahafnar, og stundaði nú tónlistina af kappi. Árið 1872 liafði Sveinbjörn farið lil Þýzkalands og dvalið um tíma í Leipzig iil framhaldsnáms. Kennari hans þar

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.