Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 13

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 13
Próf. Sveinbj. Svcinbjörnsson 49 ieik. Þá hefir liaun líka samið tónverk fyrir fleiri liljóð- færi saman og jafnvel fyrir lieila hljómsveit, og veit eng- inn full deili á þessu, þvi að mikið af þvi licfir aldrei ver- ið gefið út, en liggur geymt í handritum. Ekki þarf þetta þó að vera glataður fjársjóður, því að öll syrpan iiggur hér geymd á Landsbókasafninu, vandlega niður læst, og getur ekki fengisl aðgangur að henni ennþá vegna þess að eignaréttinum hefir ekki verið ráðslafað. Eins og 1‘Iest af þeini lögum, sem íslenzk tónskáld hafa samið á þessum stutta tima síðan vakningin hófst, bera lög próf. Sveinhj. Sveinhj. á sér alþjóðablæ, og þá helst brezkan, sem von er, þar eð hann var mest undir brezk- um áhrifum, einkum á meðan hann var á sínu bezta skeiði. Stundum valdi hann sér þó norræn yrkisefni, og er sagt, að bæði lagið Sverrir konungur og lagið við kvæði Longfellows Þór, („The Challenge of Thor“) hafi náð mikilli hylli á Englandi. Þá tók hann og allmörg norræn !ög og þjóðlög og bjó þau lit fyrir söng og hljóðfæraleik. Hér kom út eitt hefti af „íslenzkum þjóðlögum4-, sem Iiann nefndi svo, enda þótt ýms af þeim séu reyndar út- lend. Eins og tíll var um marga söngnæma menn á þess- um vakningarlíma, þótti Sveinbirni lítið koma til hins eldra islenzka söngs. Og tvísöngurinn þótti honum hein- línis Ijótur. Fyrir þessa menn var nýja tónlistin líka, sem von var, hreinasta opinberun, borið saman við Grallara- sönginn, tvísönginn og rimnalögin. Það má með sanni segja um próf. Sveinbj. Sveinbjörns- son, að hann var gæddur ósviknu listamannseðli og iðkaði íónlistina með lifi og sál. Þau orð hafa þó oft fallið, að ekki væri liann mjög sérkennilegur sem tónskáld. En um þetta vcrður ekki kveðinn upp rétllátur dómur fyrr en verk hans liggja fyrír í heild og kostur hefir gefisl að kynnast þeim i samhengi. Nú má heita að verkin séu ófáanlegf aðeins lag og lag á stangli á boðstólum. Þess er nú að vænta, að ekki líði á löngu áður en Lands- bókasafnið nær eignarhaldi á handritum próf. Sveinbj.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.