Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 27

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 27
H E I M I R 55 vel tekið. Leikhússtjórinn tók liann á orðinn. Hann samdi þá ,,Don Juan“, sem nefndur hefir verið „söng- leikur söngleikanna“. — Efnið er runnið frá spönskum þjóðsögnum, og liefir orðið mörgu skáldinu að yrkis- ei'ni. Merkust eru frakkneska skáldið Moliere og' enska skáldið Byron. Sagt er, að Mozart liafi frestað þvi i lengslu lög, að leggja smiðshöggið á verkið. Hann liafi fvrsl raðað efn- inu niður og hugsað sér hvernig hann skyldi vinna verk- ið. Sennilegt er, að hann hafi haft það að mestu í liug- anum áður en hann skrifaði það niður og er áður sagt frá því, hve minnið var óvenjulega mikið og trútt. Öðru vísi verður naumast liægt að skýra hve fljótt honum. vannst ])að. Sögnin um það að forleikurinn að verkinu liafi verið óskrifaður kveldið á undan aðalæfingunni, en fullsaminn um morguninn, er ósennileg. Jafnvel þótt annar eins snillingur og Mozarl eigi í hlut, þá nær engri ált að annað eins stórfelt tónverk og forleikurinn er, sé samið á einni nóttu. Nóttin myndi ekki endast til þess- að skrifa það niður, þótt hver nóta sé fyrirfram hugs- uð. Pragarbúar tóku söngleiknum vel. En viðtökurnar í Vínarborg voru verri. Vínarhúar þurftu tíma til þess að átta sig á þessu meistaraverki. Keisarinn sagði: „Þetta er guðdómlegt, en engin fæða fyrir tennur Vínarhúa.“ Mozart svaraði þá: „Við skulum gefa þeim tíma til þesS að tyggja hana.“ Það var gert. „Don J.uan“ var sýndur með nokkuru millibili og náði almennum vinsældum. Efnið í „Don Juan“ verður ekki rakið hér, Söngleik- urinn er talinn af söngfræðingnm eittlivert mesta meist- araverk í sinni röð. Þess vegna er haun oft nefndur „söngleikur söngleikanna“. „Ég hefi aðeins tvo nemendur, en ef þeir væru átta, gæti ég komist af. Láttu það berast að ég taki nemend- ur.“ Þessar linur skrifaði Mozart vi'ni sínum um þess- ar mundir og gefa þær nokkura hugmynd um. efnahag;

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.