Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 2

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 2
162 S U N N A Skip á sjó. Það er skammdegi. Ég heyri veðragný á glugganum. Svo hvarflar hugur minn. Hvernig ætli að það sé á sjónum? Ég geng fram að glugganum og horfi út á sjóinn. Ég sé öld- urnar hoppa risavaxnar hér inni við eyjar. Hvað mörgum sinnum stærri eru þær úti á hafi, þar sem skipin eru að hrekjast á öldunum, í náttmyrkri og blind hríð? Erfið eru kjör blessaðra sjómannanna, og margir eru þeir, sem látið hafa líf sitt í sjónum. Og þegar ég heyri sagt frá því, að báta vanti úr þessari og þessari verstöð, þá get ég ekki annað en beðið Guð að gefa það, að þeir komist heilir í höfn. Mig langar til að vita, hvort flestir drengir verða mér ekki sammála í því, að við ættum sem flestir að vera í Slysa- varnafélagi íslands, og styðja með því gott málefni. Ég er búinn að vera í því í 3 ár, en hefi lítið getað gert fyrir fé- lagið. Mig langar svo mikið til, að það eignist margar björg- unarskútur, svo að það geti hjálpað bátum í sjávarháska. Og haldið þið ekki, drengir og stúlkur, að ef við stöndum mörg saman og störfum að þessu velferðarmáli, að við getum ein-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.