Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 22

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 22
182 S U N N A Leðurvinna. Einföld aðferð við að gjöra smáhluti úr sútuðu sauðskinni, með uppdrætti til skreytingar: Peningabudda eða smátaska (veski). Aðferð: Sniðin fer- hvrnd, hornrétt skinnbót, tvöfalt lengri en hún er breið, brotin í þrjá jafna parta þvert á lengdina, eins og 1. mynd sýnir. Partarnir A og B verða síðan saumaðir saman á röndunum og mynda þá í- látið (vasann), en parturinn C verður lokið. Á lokið er svo látinn upp- dráttur. Er hann fyrst teikn- aður á gagnsæjan pappír (smjörpappír). Skinnið er vætt með vatni í baðmullarhnoðra, eða mjúkum svampi, jafnt yfir allt. Af dropum koma blettir, er ekki hverfa, þegar skinnið þornar. Gagnsæi pappírinn er látinn ofan á lokið og dregið niður í línur hans með málmteini eða blýanti. Mótast þá upp- drátturinn auðveldlega niður í votf, gljúpt skinnið. Þá er upp- drátturinn litaður, ef leðurlitir eru fyrir hendi. (Anelinlitir eru góðir, uppleystir í vatni). Skinnið verður að þorna vel, áður en og eftir að litað er, ef liturinn er leystur upp í olíu. Því næst er leðrið vætt og dregið nokkuð þétt með þrykki- járni niður í útlínur uppdráttarins. Aðrar línur mega ekki vera eins greinilegar. Þá er botninum næst uppdr. þrykkt niður með flata enda þrykkijárnsins. Er það þó ekki nauðsynlegt. Fóður má hafa úr þétt ofnu efni, en þó er betra, að hafa það úr þunnu skinni. Það er haft af sömu stærð og ytra borðið eða að eins styttra, því að annars leggst það í ó-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.