Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 9

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 9
SUNNfl 169 »Þá megið þér til með að koma inn og fá hjá mér kaffi- sopa«, mælti konan. Ég afsakaði mig með því, að ég hefði fyrir skömmu drukkið kaffi úti á skipinu. »En bíðið þér andartak*, sagði konan fljótt. »Ég ætla að sýna yður nokkuð«. Hún fór inn og kom bráðlega aftur með sex bækur í fanginu. »Þetta eru Nonnabækurnar«, sagði hún brosandi. »Við eigum þær allar«. »Og ég hefi lesið þær allar!« hrópaði litli snáðinn hennar. Móðirin hló og sagði um leið og hún benti á son sinn: »Hann kann þær nærri því utanbókar«. Eftir að við höfðum spjallað saman stundarkorn, kvaddi ég konuna og hélt áfram göngu minni ásamt barnahópnum. En ekki leið á löngu, þar til skipið tók að blása til brott- farar. Urðum við því að snúa við og velja okkur skemmsfu leið til sjávar. Þegar við komum niður að skipinu, spurði ég börnin hvort þau vildu epli. »]á«, svöruðu þau hýr á svip. »Bíðið þá andartak, meðan ég sæki nokkur út í skipið*. Ég hljóp út í skipið, flýtti mér til brytans og fékk hjá honum epli handa hverju barni. Með alla vasa útþanda af ljómandi fallegum, rauðgulum eplum hljóp ég til barnanna. Er ég hafði skipt eplunum milli þeirra, kvaddi ég hina litlu vini mína, flýtti mér um borð og hélt til farþegaklefa míns. Skömmu síðar blés skipið í síðasta sinn. Sat ég niðri í klefa mínum, er leystar voru landfestar. Skyndilega heyrði ég húrrahróp gegnum hinn litla glugga farþegaklefans. Mér heyrðist meira að segja, að nafn mitt væri nefnt. Hvað var um að vera? Ég leit út um gluggann og kom auga á hóp af börnum og fullorðnum á hafnarbakkanum. Hrópuðu þau öll: »Lengi lifi Nonni! Húrra!« Hvað hafði skeð? Börnin höfðu sagt fullorðna fólkinu, sem stóð á hafnarbakkanum, að hann Nonni væri um borð í skipinu.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.