Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 16

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 16
176 S U N N A skóginum bjó galdranorn. Hún seiddi menn til sín og breytti þeim í steina með galdrastaf, sem hún átti. Hildur átti perlu- festi, sem hafði þá náttúru, að enginn gat orðið að steini, sem bar hana. Eitt sinn var Hildur að ganga úti í skógi, settist hún þá í rjóður eitt til að hvíla sig. Þegar hún kom heim, sá hún að hún var búin að týna festinni. Varð hún nú mjög sorgbitin, og ráfaði um skóginn til að leita að festinni. Fann hún nú rjóðrið, sem hún hafði hvílt sig í, en festin var þar ekki. Þá sá hún allt í einu eitthvað loðið inni í rjóðrinu, og í sama bili kom loðin hönd, sem hélt á priki. Galdra- nornin sló nú þrjú högg á bakið á Hildi, og breyttist hún f stein. Skeggi fór þenna sama dag út í skóginn, en þegar hann kom að rjóðrinu og sá steininn, varð hann hræddur og fór til konungs og sagði honum hvernig komið var. Konungssonur vildi nú óður og uppvægur frelsa Hildi. Gekk hann því um nótt til rjóðursins og gægðist inn. Galdra- nornin svaf með stafinn við hlið sér. Sigurður læddist að henni og tók stafinn, sló hann síðan galdranornina svo hún varð að steini. Síðan sló hann tvö högg á öxlina á Hildi, svo hún losnaði úr álögunum. Fór hann nú heim með Hildi og giftist henni og tók við ríki eftir föður sinn. En til þess að vera viss um, að galdranornin losnaði aldrei úr álögunum, brenndi hann galdrastafinn. Aðalheiður Geirsdóttir (10 ára), ReyÖará Bæjarhreppskólahéraði. Vísubotn. (Þegar hlíðar þekur snjór þeysa skíðagarpar) geyst úr hríðar hamrakór, hetjur gríðar snarpar. Elísabet Linnet (12 ára) Barnaskóla Vestmannaeyja. (Botn þessi barst Sunnu eftir að febrúarheftið kom út).

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.