Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 32

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 32
192 S U N N A samverkamaður barnanna um hvert áhugamál þeirra. Og reynslan svnir, að börnin hafa nógan áhuga á samstarfi. Við þökkum svo innilega fyrir veturinn og óskum ykkur gleðilegs sumars. Ritstj. Fjölritun. Mjög margir kennarar kvarla undan því, að hafa ekki handhægl og ódýrt áhald til þess að fjölrita ýms verkefni fyrir börn. A þessu má ráða bót með því að blanda saman neðanrituðum efnum og bræða í mót, er smíða má úr tré (krossviði) eða málmi. 16. g gelatine, 25 g vatn, 60 g glycerin, 25 g sykur, salicylsýra (ofurlítið). „ Hektografblek" þarf til að skrifa með hvert frumrit. Er það látið þorna fyrst, síðan strokið slétt ofan á mótið og látið liggja þannig 2—3 mínútur. Þá hefir blekið festst í mótinu. Síðan er pappír lagður ofan yfir skriftina í mótinu, strokinn sléttur og þá er skriftin komin á pappírinn. Má þannig fjölrita 50 — 100 eintök eða meira. Þegar lokið er fjölritun í hvert sinn, má þvo blekið úr mótinu með heitu vatni. Tvöfaldur „skammtur" af framangreindum efnum mun kosta um 3 kr., blek 1 kr. Askja úr blikki kr. 2.50, samtals kr. 6.50. Venjulegur pappír ær nolaður. Eg er fús til að útvega kennurum eða öðrum áhald þetta, eða efnin til þess, og gefa þeim nákvæmari upplýsingar. Sigurvin Einarsson, hennari, Bergstaðastr. 26, Rvík. Árni G. Jóhannesson, Staðarfelli (12 ára) og Guðjón Kr. Hjörleifsson, Hásteinsvegi 36, báðir í Vestmannaeyjum, óska eftir bréfasambandi við jafnaldra, Arni á Akureyri, Guðjón í Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, (11 ára), Brautarholti, Skutils- firði um Isafjörð, vill komast í bréfasamband við dreng einhversstaðar á landinu. Sigríður Karvelsdóttir, Hnífsdal, vill komast í bréfasamband viðltelpu í Reykjavík. Ég er tólf ára gömul, og vil helzt hafa telpuna jafn gamla. Ritstjórar: Aðalsteinn Sigmundsson og Gunnar M. Magnússon. Utanáskrift: Pósthólf Ú06, Reykjavik. Ríkisprentsmiöjan Gutenberg.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.