Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 13

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 13
S U N N A 173 þannig, aö við áttum að kasta okkur aftur á bak, en lifandi sundið var þannig, að við áttum að kasta okkur áfram. Lítið var það, sem við Beta gerðum, netna mest að leika okkur. Einu sinni fórum við öll börnin fram að Litlahrauni, til berja. Þá fannst mér nú gaman, en þegar við fundum lítil berin og hittum kónguló, þá sögðum við: »Kónguló, kónguló, vísaðu mér á berjamó, ég skal gefa þér gull í skó, þegar þú kemur aftur«. Við fengum frekar lítil berin þá, en þó fengum við dálítið. Þar var líka bær, sem hét Hraun. Þangað fór ég einu sinni, að finna skyldfólk mitt. Þar var líka telpa, sem var frá Suður- eyri, eins og ég, og þótti okkur gaman að hittast. Þegar ég var búin að vera hálfan mánuð, þá var fólkið, sem ég kom með, búið að heyja. Þá varð ég að fara heim aftur, þó að mér hefði nú þótt gaman að vera lengur. Guðrún Edda Jónsdóttir (9 ára), Suðureyri, Súgandafirði. Smalaferð. Við lögðum þrír af stað í smalaferð, einn vormorgun. Við hétum Agúst, Garðar og ]ón. Eg og Garðar áttum að fylgj- ast, en Gústi að vera einn. Við Garðar fórum upp á dal, en Gústi fram Borgir. En þegar við vorum í Krikabrekkunni, heyrum við að Gústi er einhversstaðar að kalla. Við förum að hlusta og gæta í kringum okkur. Þá sjáum við hvar Gústi kemur hlaupandi niður hlíðina og kallar: »Bíðið þið! bíðið þið!«. Við bíðum þar til hann kemur. Hann segist hafa séð margar kindur uppi á brún. Við leggjum allir af stað upp fjallið, og komum sunnarlega upp á Nesdalsbrúnina, en það er upprekstrarland Sandsmanna. Bolarnir voru í dalnum; við tókum til að gaula og ryðja niður grjóti. Þeir espuðust við þetta og komu bregðandi á leik með halana útsperrta upp hlíðina og var það mikil skemmtun. Það var mikill skafl með allri brúninni og hefir þeim líklega ekki þótt árennilegt að komast til okkar. Við gengum út með brúninni, allt þangað til við sáum bæði vötnin í Nesdal, sem eru kölluð Stóravatn og Litlavatn. Við skemmtum okkur ekki lengur við þessa sjón, en fórum að hyggja að kindunum. Fundum við á brúninni 26

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.