Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 24

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 24
184 S U N N A á milli þeirra, nema ívið þéttari fyrir hornin. Hliðar budd- unnar (randirnar á A og B) eru gataðar í senn, svo að götin standist ábyggilega á, þegar saumað verður saman. !A\md af sting, búmim til úr heklunál. Saumað er með skinnreimum. Ef reimarnar eru þunnar, skulu þær vera heldur breiðari en götin, en séu þær þykkar, eru þær hafar álíka breiðar og þau. Krómgarfað skinn er mjúkt og sterkt og því hentugt í reim. Það fæst hjá söðlasmiðum. Þrykkijárn fæst hjá Jóni Brynjólfssyni, Austurstræti 3, Rvík> ef til vill víðar. Hjá Jóni fást einnig gataklippur, en al (sting) má eins vel nota. Hann er búinn til úr heklunál með því að nema framan af henni og brýna á hana egg á hverfisteini. Eggin er látin liggja samhliða brúnunum, þegar gatað er. U. B. Jarðepli. Jarðeplin eru ræktuð þannig, að jörðin, sem jarðeplið er látið í, er plægð með skóflu eða plógi. Síðan eru jarðeplin látin í jörðina á einn eða annan hátt. Þetta er venjulegast gert á vorin, en á haustin eru jarðeplin tekin úr jörðinni. Ef hvert heimili á íslandi hefði garð, þá þyrfti ekki að flytja inn þessa óhemju af jarðeplum. Árið 1928 voru garðávextir keyptir fyrir 450 þúsund kr. Séra Björn Halldórsson frá Sauðlauksdal var manna fyrstur til að rækta jarðepli hér á landi (um 1765). Jarðeplaræktun var lítil fyrstu árin eftir, en fer þó allt af vaxandi. Asta Magnúsdóttir (12 ára), Auslurbæjarskóla Reykjavíkur.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.