Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 25

Sunna - 01.03.1933, Blaðsíða 25
S U N N A 18S Lítil börn. (Ur smábarnaskóla Guðrúnar Björnsdótlur frá Grafarholti). Geitarkiðið (þula). A sumardegi þetta var, og sólin gullna geisla bar svo ótt og títt, svo jafnt og þétt, inn í hús og út á stétt. í sólskininu lítið lá geitarkið, það sólu sá. Höf. 8 ára stúlka. Saga. Það var einu sinni Grýla, en hún átti ekki nema einn jólasvein. Svo sagði Grýla jólasveininum að fara og ná í börn á jólunum. Þá kom Leppalúði og spurði: »Hvar er jólasveinninn?* »Hann fór að ná í krakka handa okkur«. Þá sagði Leppalúði: »Aumingja krakk- arnir, af hverju á að taka þau?« Þá hló Grýla og sagði: »Það ætla ég nú að gera«. Þá sagði Leppa- lúði: »Eg bara giftist annarri Grýlu ef þú lætursvona«. Svo giftist Leppalúði annarri Grýlu, og svo mættu þau hinni Grýlunni. Þá sagði Leppalúði: »Þarna ert þú gamla, vitlausa Grýla. Þú ert »leið og Ijót með ferlega hönd og haltan fót«. En Leppalúði og nýja Grýla tóku aldrei börn. Asbjör.n Sigurjónsson (6 óra).

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.