Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 9

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 9
SUMARGJÖFIN 9 Prófið. Eftir Jean R. Bindley. Þögul nóttin hvíldi þorpshúa í faðmi sjer. Hvergi var ljós að sjá í glugga, néma á einum stað. Birtan var dauf. Fyrir innan gluggann, sein ljósið var í, sat kona. Hún var gráhærð orðin. Barn ljek sjer á gólfinu. Alt í einu tók konan barn- ið í fang sjer. Hún raulaði við það og rjeri með það, þangað lil það fjell í svefn. Þá fleygði hún sjer í rúmið og sofnaði þegar. En þegar hún var búin að sofa stundarkorn, fór hún úr sínum eigin lík- ama. Ungleg og yndisrík stóð hún nú þarna í herberginu með bros á vörum og hlýju í augum. Hún laut um stund niður að barninu; það virtist vera veikt. En svo leið hún með hraða út og stefndi að stóru skólahúsi. Þar biðu hennar þrír menn. Herbergið var lítið, sem þeir voru i. Menn þessir voru borgarstjóri, ráðherra og rit- stjóri. Þeir litu allir á konuna í senn og at- huguðu hana gjörla. Ritstjórinn niælti: „Kennarinn okkar var nú hjerna, en hann er farinn“. ,,Jæja“, sagði borgarstjórinn, ]>að er þreytandi að hafa svona persónu hjá sjer. Ætlar hún ekki að vera í bekk með okkur?“ „Betty var veik, og jeg gat varla farið frá henni“, sagði konan. „Jeg get ekki haldið að lítilfjörlegur lasleiki í barniu þínu sje full afsökun á vanrækslu þinni í andlegum efnum“, sagði ráðherr- ann. „Nei, jeg trúi því, það er nú til- tölulega lílið, sein þú veist“, mælti konan. Borgarstjórinn gretti sig, ritstjórinn ^l°rfði skarpar á hana, en ráðherrann ‘a'skti sig. En rjett í þessu birtist engill 1 tierberginu. Augu hans voru björt eins °g stjörnur. Og hann byrjaði þegar að kenna þeim. Þegar engillinn byrjaði að kenna, sáu þau öll undur mörg frá ýms- um tímum. Þau heyrðu og ýmsar raddtr, í ókunnum heimum. Fekk þetta þeim mikils unaðar. Engillinn stóð mitt á með- al þeirra. Stóð hann þar í ljóma, og frá honuin streymdi fegurð og yndisleiki. Öll voru þau þarna i geisladýrð. Þegar eng- illinn lauk máli sínu, fleygðu allir menn- irnir sjer fyrir fætur honum, en konan stóð í sömu sporum. Ástin og þakklætið geislaði úr augum hennar. Engillinn reisti mennina á fætur og mælti: „Farið nú vel, breytið við bræður yðar og systur á morgun, eins og þjer hafið lært í nótt. Komið svo til mín og segið mjer, hvernig þjer hafið leyst verk yðar af hendi. Þá fyrst get jeg sjeð, hvað þjer hafið skilið af máli mínu“. Næsta morgun vöknuðu þeir allir glað- ir, borgarstjórinn, ráðherrann og ritstjór- inn. Þeim fanst öllum eins og eitthvað stórfurðulegt hefði fyrir sig komið um nóttina. En þeir gátu ekki inunað, hvað það var. Þeir fundu nýtt afl streyma um sig og langaði þegar til að framkvæma eitt- hvað gott og gagnlegt. Einn ásetningur öðruin betri kom fram í huga þeirra. Þá langaði til að vinna eitthvað gagnlegt fyrir lýðinn. Og þessi góði ásetningur gerði þá glaða í huga. Borgarstjórinn hugði nú þegar að ná tali af bankastjóra og fregna um lántöku til framkvæmda. Tók hann nú hatt sinn og a'tlaði út. En varla var hann búinn að opna hurðina þegar hann rakst á alkunn- an ræfil. „Snáfaðu út“, mælti borgarstjór- inn önugur. „Gef aldrei snýkjugestum. Mikið er til þess að vita, að maður svo stór og stæðilegur sem þú, skulir ekki vinna eins og góðum dreng sæmir“. Borg- arstjórinn heyrði illyrðin dynja á eftir sjer. Ritstjórinn sá nú glöggar en áður, þeg- ar hann vaknaði, að margt þurfti lagfær-

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.