Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 28

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 28
28 S U M A R G .1 Ö F I N reglur þær og lög, seni leika á eftir. Þetta er regla, sem hægt er að i'ara eftir hvar sem er í lífinu í viðskiftum okkar við aðra menn. — Lífið er sannleikur, sem hiiin eru til lög fyrir af löggjöfum hvers lands. Ef við vendum okkur öll á að hafa „fair play“ mundu lög landsins verða haldin og lögbrot falla úr sögunni. II. A. Frances Willard. Hver maður, sem heimsækir höfuðborg Randaríkjanna, Washington, telur sjálf- sagt að skoða þinghöllina „The Capital“. Einn salurinn í henni er kallaður „The Statuary Hall“. Þar eru líkneski af tveim merkustu mönnum hvers ríkis í Banda- ríkjunum. Það vekur eftirtekt manna, að í þessum hópi er ein kóna og er saga hennar í fám orðum á þessa leið: Frances Willard var nafn hennar. Hún lil'ði frá 1.839—1898. Hún var forstöðu- kona kvennadeildar háskólans í Svanston í Illinois ríkinu. Hún var stofnandi og formaður þess fjelags sem kallast Kristi- legl bindindisfjélag kvenna eða Hvíta- bandið. Það fjelag er nú útbreitt um all- an heiin og vinnur að margskonar um- bótum í þarfir inannkynsins. Sagt er, að ekki hafi verið jiað skólabarn í öllum Bandarikjunum, sem ekki þekti nal’n Frances Willard á hennar síðari árum. Margir telja, að fyrir hennar starf hafi risið sú alda í Bandaríkjumim að útrýma öllu áfengí, sem varð til þess að hann- lögin voru samþykt 1920. Margar bækur hafa verið ritaðar um lif þessarar merku konu, og 17. febrúar úr hvei-t er minning hennar heiðrúð af l'jölda mánna um allan heim, þar sem starfsemi hennar í þarfir liindindismáls- ins er kunn. Dánardagur hennar hefir verið valinn sem minningardagur, en ekki fæðingardagurinn, og honum hefir verið gefið nafnið „hinn himneski fæðingardag- ur „Frances Willard". Einn af þeim sem um hana hefir skrif- að segir meðal annars: „Fyrir starf Fran- ces Willard er karlmensknn göfugri, kúeneölið sannara og æskan öruggari“. Tæpast verður nokkrum manni gjörð betri grafskrift. II. Á. Stórmenni. Þegar Þrælastríðinu í Norður-Ameriku lauk, var meðal leysingjanna svörtu drengsnáði einn föðurlaus. Ekki hafði hann skírður verið, en síðar tók hann sjer nafnið Booker Washinglon. Þegar hann stálpaðist fór hann íótgangandi mörg hundruð mílna leið til þess að kom- ast i skóla fyrir negradretígi. Engann átti hann eyrinn til að greiða í skólagjald, en hann kunni vel að þrifa til í herbergj- um og þvo gólf og með því vann hann af sjer námskostnaöinn. Þarna dvaldi .hann i mörg ár, og vann og lærði. Síðan stofnaði hann sjálfur skóla. Fyrsta skóla- húsið var hesthús og hænsnakofi. Nem- endurnir voru að eins svertingjar. Hann ljet ekki nægja að troða í þá bókfræðum, heldur kendi hann þeim l'yrst og fremst að vinna og hafa yndi af vinnunni. Iiann kendi þeim aö vera sjálfbjarga. Þeir lærðu að yrkja jörðina, smíða, vefa, sauma, gerðu alt sjálfir. — Nú er þessi skóli heill bær. Nemendurnir hafa bygt hann sjálf- ir. Hann hel'ur alið upp og mannað tugi eða hundruð þúsunda af svörtum mönn- um. Og Booker Wáshington, svertinginn, er heimsl'rægur maður. Hann hefur betur en fleslir aðrir í verkinu prjedikað fagn- aðarboðskap vinnunnar.

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.