Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 16

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 16
16 SUM ARGJÖFIN af hendi fyrirskipað starf. Börnin að full- nægja vaxtar- og starfsþörf. Þessi skrípaleikur þarf að breytast í heilaga þjónustii á rjettum staö. Það þarf að leiða börnin út af steineyðimörk- inni og ætla þeim staði, er þau geti ver- ið á ótrufluð og lifað sínu lífi, vaxið, unnið og leikið sjer. Mjer finst, að borg- arar þessa bæjar muni vart geta sofið væran blund, fyr en þeir hafa ráðið þessu stórináli til lykla. Raddir munu heyrast um, að bærinn bafi ekki eí'ni á að gera þetta. En bærinn hefir enn þá síður efni á að eignast líkamlega og andlega bækl- aða skókreppinga. En svo verður það, ef ekki er aðgerl. Getan býr í grend við nauðsyn. Fyrst er að vita þörfina, þá að viðurkenna hana og þvinæst að vilja fullnægja henni. Jeg vil enn minna á undrið, sem er að ger- ast með byggingu landspitalans. Reynslan á eftir að sýna, hvort slíkt undur endurtekur sig á öðruin sviðum. En landsspítalinn sýnir, hvert lið er að konum, er þær leggjast á eitt, og bendir á, hvers má vænta af kvenþjóðinni. En hann verður Hka um aldir talandi vott- ur þess, hvað einhuga samtök, eldur á- hugans og einbeittur vilji orka mikils. Og byggi fjöldinn yfir slíkum krafti, þyrftu menn vart að örvænta um sigur þeirra inörgu stórmála, sem bíða lijer úr- lausnar. Reykvíkingar eru um tuttugu þúsund. Þeir hafa kyngikrafti yfir að ráða, sje honum veitt í einn farveg, og beitt til framtaks og framkvæmda. Með vilja sín- um og viti geta þeir flutt fjöll. Og þeir hafa beinlinis gert það við byggingu hafn- arinnar. Þá færðu þeir góðan bita úr Öskjuhlíðinni um set. Peningarnir, þessi ahnennu áhöld, munu leggjast til, ef inenn hafa áhuga og vilja vel. Segjum t. d. að sjerhver borg- ari þessa bæjar neitaði sjer um að kaupa tóbak eða sælgæti fyrir fiinm aura á dag, eða annað sama verði, er án mætti kom- ast. Eftir árið hefðu þá sparast 3(55,000 kr., — þrjú hundruð og sextin og fimm þúsund krónur. — Vildu menn svo „gefa guði dýrðina“ og leyfa að verja þessu fje til bæjarþarfa, t. d. bættra uppeldisskil- yrða, mundi margt fara betur en nú er og allir að ánægðari. Margar eru þarfirnar og brýnar. Við- fangsefnin óþrjótandi, er vænta aflvaka fr am kvæm d anna. En eitt er nauðsynlegt: .40 vilja öll með einum hug. — Vjer þurfum, vjer vilj- um, vjer getum, því að getan býr jafnan i grend við nauðsyn. ísak Jónsson. Danskur Montessoriskóli. Brot úr erindi fluttu á fundi í Sumargjöfinni 26. febr. HeimsstjTjöldin hefur komið róti á hugi manna í ýmsum efnum. Menn leita og spyrja hvað skuli gjöra til þess að af- stýra styrjöldum og þeim fádæinuin, sem þær valda, og skapa samúð og frið með mönnum og þjóðum. Margt og mikið rís upj) úr þessari yiðleitni og eitt af því þýðingarmesta er athugun manna á að bæta heimilis- og skólalíf barna, ef vera mætti, að ein- hverja úrlausn væri að finna i mann- eskjunum sjálfum, áður en þær eru orðn- ar spiltar. Því að engum dylst það, að styrjaldirnar koma frá mönnunum sjálf- um. Ef allir menn væru í sannleika sam- huga um að hefja aldrei stríð, myndu þau ekki eiga sjer stað. Vjer minnumst orða Krists, þegar hann tók barnið og

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.