Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 24

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 24
24 SUMARGJÖFIN A refilstigum — — I>að hcl'ur ákaflega oft verið sagt, að vjer íslendingar stöndum á tima- mótum. Það sjeu að verða kapítulaskifli í þjóðlífssögu vorri. Það er orðið svo langt síðan farið var að tala um þetta, að jeg er hræddur um að ef ekkert er l'arið að skrifast af þessum nýja kafla þá verði hann aldrei annað en auð síða. Jeg held að við höfum tímamóta-augna- blikið að haki, ef augnahlik getur kallast. Ef ætti að gera sjer grein fyrir því, hvað meint er með þessu tímamótatali, þá yrði svarið líklega á þá leið, að and- legir og líkamlegir lifnaðarhættir breyt- ast, almennur mælikvarði eða mat á and- leguin og efniskendum verðmætum breyt- ist, sum gömul og mikilsmetin hverfa úr sögu en önnur ný koina í staðinn. Þetta er að vísu altaf að gerast, en það gengur mishratt. Mætti ef til vill líkja við á, sem ýmist líður lygnum straumi eða fellur fossurn og stríðum strengjum. Við erum komnir fram af hrúiiinni og erum í fossi. Straumur geysar með gný og dyn, og her óðfluga áfram að iðu þeirri hinni miklu, sem nefnd er heims- menning. Froðan og úðinn, sem upp rýk- ur speglar og brýtur Ijósið og baðar sig i því, en við hotninn er straumurinn þyngstur og hamrammastur, og gnýr þar Grotta sem löngum áður. Einn þáttur, eða ef til vill rjettara sagt ein afleiðing þessara aldahvarfa í þjóðlífi og lifnaðarháttum er hamslaus vöxtur þessa bæjar. Nú býr hjer í Reykja- vík fimti hver íslendingur eða rúmlega það. Þessi hær, sem var fyrir 20—30 ár- um rólegt og friðsælt fiskiþorp er nú svo að segja alt í einu orðinn stórborg á ís- lenskan mælikvarða, og er þó enn með öllum einkennum gelgjuskeiðsins, hvort sem Iitið er á bæinn sjálfan að bygging- um til og mannvirkjum, eða andlegt líf og hæjarbrag. Vöxturinn hefur verið svo ör að undr- uin sætir, og má vel nefna hann ofvöxt. Og vöxturinn hefur orðið með þeim hætt, að það er afskaplega nauðsynlegt að gera sjer grein fvrir afleiðingununi og að reynt sje að sjá hvert stefnir. Þorri þess fólks, sein bænuin bætist, er aðflutt. Og það flytur lil hæjarins af inörgum ástæðum. Fjölskyldufólk kemur hingað með stóra harnahópa. Undanfarin örðug ár hafa hrakið sumt nauðugt af jörðunum vegna þess að brast rekstursfje til að geta fleytt búunum. Og í bænum er hægra að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Aðrir eru þeir, sem glit og garnan bæjarlífsins hefur tælt. Þeir hafa ekki haft andlegt þrek til að þola fátækt og fálæti og strit sveitalífsins, og heldur kosið að lit'a hjer á mölinni fyrir- hyggjulitlu lífi mannsins, sem alheimtir daglaun á kvöldum, tekið það fram vfir hitt að eiga alt undir framsýni og for- sjá, sól og regni. Þessi staðreynd, að stórmikill hluti hæjarhúa er alinn upp í sveit, við svo gagnólík skilyrði og í svo gagnólíku um- hverfi því sem hjer er, og i öllum hæj- um, hefur, að jeg liygg, ákaflega víð- tæk og djúptæk áhrif á aðbúð barnanna, vaxandi kynslóðarinnar. — Áður fyrr Jjek það orð á um oss íslendinga að vjer værum betur búnir grannþjóðum vorum að heimilismenningu. Og það er vist satt, að ef vjer höfum í nokkru skarað fram úr í andlegum efnuni, þá hefur það ver- ið því að þakka, að mörg heimilin voru fær um að hjálpa börnunuin til nokk- urs þroska. En að nokkuð miklu leyti, eða kanske mestu leyti voru það lífs- skilvrði öll og staðhættir og umhverfi

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.