Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 21
S Lí M A R G .1 Ö F I N
21
ugt uni að hætta að reykja, enda kendi
hann þeirn, eins og við hin„ að tóbaks-
neysla væri eitur, og að þau mættu al-
drei venja sig á það. Hanri afsakaði sig
i fyrstu með því, að þegar að gestir kæmu,
sem Iangaði að reykja, yrði hann að
reykja með þeim. Það fanst þeim rjett
vera, og nú lofaði hann að reykja bara
þegar gestir kæmu. Einn sunnudag, þeg-
ar enginn gestur var, sem annars var
mjög óvanalegt, kveikti hann sjer samt
í vindli'. Eyvindur, sem þá var ö ára, liitti
hann í garðinum og sagði undir eins:
„Hver finst þjer vera gestur í dag?“
„Sneyptur ljet jeg vindilinn frá mjer“,
segir hann. Sköinmu seinna, þegar gest-
ir höfðu koinið um dagirin sat hann inni
i stól og revkti vindil. Einn af drengjun-
Lim horfði á hann og sagði: „Þegar jeg
verð stór ætla jeg líka að reykja". Það ætt-
ir þú ekki að gjöra, því það er ckki holt“.
-— Hann spurði þá: „Af hverju gerir þú
það þá?“ „Af því að jeg hefi einu sinni
vanið mig á það, og það er svo crfitt að
leggja það niður“. Þá mælti Eyvindur,
sem var viðstaddur: „Það getur ekki verið
erfitt að leggja vindilinn þarna niður“ —
og benti á öskubakka.
„Jeg í'ann að starf mitt sem uppeldis-
fræðingur var í veði“, segir Roshach.
Hann lagði vindilinn frá sjer og hefir
ekki hragðað tóhak siðán — nú í 3 ár.
Flestöll börnin sofa á sumrin úti i
svefnskála. Hann er hygður i sama stil
og svefnskálinn á Vífilsstöðum. Hann veit
á móti suðri með stórum forgarði I sömu
átt, þar sem iðlca má allskonar leikfimi.
Þar er stórt birkitrje, scm breiðir limar
sínar hátt yfir þak skólans og veggi for-
garðsins og veitir skjól, en stelur líka
sól. Jeg heyrði börnin segja frá þvi, að
þau vöknuðu stundum við það að grein-
arnar slægjusl í þakið þegar þær bærðust
fyrir vindinum. í forgarðinum var líka
baðker og þvottahorð.
Jeg dáðist að því hvað börnin voru
mennileg og sjálfbjarga. Þau vissu líka
mikið og eftirtekt þeirra var sívakandi á
öllu, sem fyrir augun har.
Á kvöldin komu allir saman í dagstof-
unni. Þar er sungið og einn les liátt eða
segir frá. Þar voru meðal annars lesnar
Islendingasögur hátt, þær sein til voru á
málinu — Grettissaga, Njálssaga, Finn-
bogasaga — já, og Heimskringla o. fl.
Börnin vissu því mikið um Island, og
höfðu ást á þvi, enda mintu þessar kvöld-
stundir mig á kvöldvökur Islendinga. —
Fullorðnir og börn sálu þarna og nutu
sameiginlega lesturs sagna og fegurstu
kvæða, sungu og livildust að dagsverki
loknu.
Jóna Sigurjónsdóttir.
Sannleiksást.
(Tekið úr hók eftir ágælan enskan ritliöfund,
Bertraiul Russell).
Það hlýtur að vera eitt aðalmarkmið
hins siðferðilega uppeldis, að gera sann-
leiksást að ríkuin vana. Jcg á ekki við
sannléika í orðum eingöngu, heldur einn-
ig i hugsun.
Jeg hygg að það beri mjög sjald-
an við, að unl sje að rjettlæta lýgi, miklu
sjaldnar en ætla mætti. Og þá sjaldan að
lýgi er afsakanleg á hún oftast rætur að
rekja til þess að valdi í einhverri mynd
liefur vcrið misbeitt, eða áð þjóðin öll er
á kafi í einhverri óliæfu, t. d. ófriði.
í inannfjelagi, sem stjórnað væri af
öli mundu nauðlygar sjaldgæfar.