Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 27

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 27
S U M A R G J Ö F I N 27 skilningslevsis okkar uin andlegar þarfir hennar og velferð. Þeir, sem hafa átl kosl á að bera sam- an dagfar og hegðun harna í bæjum í grannlöndum vorum, munu verða að játa það, að þar hallast injög á okkur. En Jiað er jeg sannfærður um að er ekki sökum þess, að börnin okkar sjeu ver gerð og gefin en liin. Nei. Ástæðan er sú, að við setjum þau á gaddinn í andlegum efnum, meira en gert er þar og góðu hófi gegnir. Og það þarf enginn að ætla, að þetta lag-• ist svona einhvernveginn af sjálfu sjer. Uppeldismál þessa bæjar eru á stórhættu- legri leið. Þar er ráfað á refilstigum. Frelsi harnanna eða sjálfræði er svo al- gjört að þeim er opin leið yfir í þrældóm verstu lasta hæjarlífsins. Og svo algerl er skeytingarleysi hinna fullorðnu uin andlega hagi þeirra, að þær stofnanir, sem börnin sækja sjálfráð mest af hugmyndum sínum til, og næringu fyr- ir imyndunarafl sitt, eru látnar alveg sjálfráðnar um hvað þær bjóða þeim. Jeg á við „Bíóin". Erlendis eru þau víðast undir ströngu eftirliti liins opinbera. Hjer fá hörnin að sjá sig inetl á hryðjuverka- mynduni. Og því er ekki að leyna, að þar l'æðast ofl hjá þeim hugmyndir um livernig þau eigi að fara að þvi að fremja spellvirki og glæpi. — Þetta er að eins einstakt dæini, sem jeg gríp af handahófi. Jeg geri ráð fyrir að ýmsum þyki jeg fjölorður og ef til vill stórorður um það sem aflaga fer, en hliðri mjer lijá að benda á hvað betur mætti fara. Það er satt. En það er nú svo, að þegar Ijóst er orðið hvað fer aflaga, og i hverju er ábótavant, þá er það einnig nokkuð ljóst livað þarf að gerá. Það má í snatri telja ýmislegt, en ekki alt. — Það þarf að veita fátæku heimilunum hjálp við barnaupp- eldið. Það þarf að sjá börnunum fyrir nóguni leikvöllum, í bænum og utan við hann. Það þarf að gefa stálpuðu börnun- uni kost á að slarfa eilthvað sjer til þroska og dægradvalar. Það þarf barna- vinnustofur og harnalesstofur. Það þarf fleiri skólahús, svo að við í þeim efnum gjörum við börnin eins og siðaðri þjóð sæmir. Það þarf að takmarka útivist barna á kvöldum og fram eftir nóttum. Það þarf að koma á opinberu eftirliti, og iimfram alt rjettsýnu eftirliti, um jiað, livaða mynduni börn fái aðgang að á ,,Bíóunum“. Það þarf siðbótarheimili fyrir siðferðilega vesalinga. Það þarf margt. En fyrst og fremst þarf næmari skilning, og almennari skilning á því, að vandasam- asta og áhyrgðarþyngsta starl', sein nokk- ur maður eða kona tekur að sjer, það er að vera faðir eða móðir. Guðjón Guðjónsson. „Fair Play“. Það er viðurkent að vera eitt mesta meiii nú á döguni, hve litla virðing menn hera fyrir lögum. Um þetta er kvartað i öllum löndum og hafa ýms fjelög tekið á stefnuskrá sina að vekja virðing fyrir löguni landa sinna. Við erum engir eftir- bátar, hvað virðingarleysinu viðvíkur og gengdarlausum löghrotum í Smáum og stórum stíl. í Bandarikjunum hefir ungt fólk mjög fjölmennan fjelagsskap, sem eingöngu starfar að því, að vekja virð- ing fyrir landslögunum og get'a þeir, sem í hann ganga, loforð um að halda lög lands síns og gjöra sitl lil þess að fá aðra til hins sama. Hjer á landi starfa Ung- mennafjelög, sem hafa margt gott og þarft á sinni stefnuskrá. Hjer eru einnig fjöl- menn iþróttfjelög. Ein aðaldygð iþrótta- mannsins er „fair play“ eða að halda

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.