Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 25

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 25
sem mörkuðu dýpstu sporin. Þar sem mannsbarn elst upp í fangi óspiltrar nátt- úrunnar, og heyrir hana daglega tala eina við sjálfa sig, risa ótal spurningar í vakandi vitund þess, og krefjast svara. Þótt fátt víeri Um skipulagsbundna kenslu af hendi aðstandenda, þá gat alt bjargast. Auðvitað var þetla útigangs- uppeldi, á sinn hátt eins og hross og sauðir höífðu áður fyrr, meðan siður var að setja á Guð og gaddinn. Og alveg eins og þau dóu oft úr úfciti, eins verður ekki tölum talið hve margir urðu að andleg- um vesaiingum á þessum útigangi. Hina er jafnan bent á, sem voru svo miklum kostum búnir og þrekmiklir, að þeir tirðu ekki drepnir. Þetta gat draslað áður fyrr. En svo koma umskiftin, gjörbreyting á lifnað- arháttum mikils hluta þjóðarinnar. Á miklu skeniri tíma en einum manns- aldri verður sú breyting, að þar sem heita mátti að áður vaeru allir sveita- menn, þá er nú % allrar þjóðarinnar orðinn þurrabúðarmcnn í kauptúnum eða bæjum, lifir á fiskisókn eða daglauna- vinnu. Fimti hluti þóðarinnar býr hjer i Heykjavík. Það er flest fólk, sem runnið er upp i jarðvegi sveitalífsins. Allur þorr- inn er hvorki snautt nje ríkt, lifir frá hendinni til munnsins og hefur ekkert aflögu til andlegra nautna. Nokkur hluti fólksins er blásnauður, og einmitt sá hlutinn er barnflestur. Foréldrarnir vinna baki brotnu til Jiess að geta dregið fram líf sitt og barnanna, líkamlegu þarfirnar sitja svo gersamlega í fyrirrúmi, að 'xinna er naumast gætf. Verst af öllu er ]>ó skilningsleysið á Jxað, að börnin Jmrfi Geira en f.æði og klæði, Jxurfi andlegrar :<ðhjúkrunar. En það er skiljanlegt. For- eldrunum er eðlilegl að ala börn sín upj) með tíkum hætti og Jxeir voru aldir uj)p Með öðrum orðum: Fólkið situr gró- ið i gönxlum ■ erfðavenjum um upjxeidis- aðferðir, gætir ekki mismunarins á stað- háttuni og skilyrðum bæjalífs og sveita- lífs, og lætur börnin alast upp á úti- gangi. Þetta er ekki af þvi að foreldrar sjeu ræktarlausir við .börnin. Fjarri fer þvi. En óafvitandi miða þeir að meira eða minna leyti við eigin æsku og líta ekki á hve stórkostlegur er munurinn á öllu um- hverfi, aridlegu og líkamlegu. Reykjavík er ekki stór, sje hún borin saman við stórbæi annara Ianda. En hún er nógu stór til Jxess að skapa furðu margbreytt og inafgþætt bæjarlíf. Hjer er komið saman bið besta og lakasta úr þjóðinni. Bærinn er undarlegt sambland af menningarhöfuðbóli og slorugum og forugum fiskibæ. Bæði í útliti og andlegu lífi ber hann Jiess merki. — Við þessi skilyrði elst svo þorri barnanna upp í hinu fullkomnasta sjálfræði um framfcrði sitt. Gatan er ann- að heimili Jieirra. Hvergi annarstaðar eiga þau athvarf, þegar út er koinið. ()g J)ó eru J>au þar ófriðhelg, og aðrir ófrið- helgir fyrir þeim. Bærinn hirðir ekki um að sjá þeim fyrir nægilegum leikvöllum. Engir garðar eru til, þar sein þau geti leitað inn, og verið i friði. Ekkert hæli, ekkert annað en gatan, forug gatan og hafnarbakkinn. Fátæku barna heimilin verða að ýta börnunum út, út á götuna jafnskjótt og það er hægt, það er enginn til að gæ'ta þeirra, og heldur ekkert hús- rúm fyrir þau til að leika sjer inni. Móð- irin verður að hafa frið fyrir þeim til að annast héimilisstörfin. Þau komast furðu fljólt á lag með að bjarga sjer og una lífinu. Frjálsræðið er svo að segja ótakmarkað. Hvað vita börnin um það, Jiótt einhversstaðar standi í lögreglusam- ])ykt bæjarins ákvæði um, að þau eigi að hverfa heiin kl. 10 að kvöldi á vetrum.

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.