Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 8

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 8
8 S U M A R G J Ö F I N Sumarstörf. Fyrir nokkrum árum vann jeg eitt sumar dálítið að þurkun á saltfiski. Það var á fiskreit rjett fyrir innan Reykja- vík. Eins og allir Reykvíkingar vita, eru þar margir fiskreitir. Þá veitti jeg því eftirtekt, að fjöldi barna og unglinga vann þarna á reitun- um og' á einum þeirra var þetta smáfólk í greinilegum meirihluta, að minsta kosti framan af sumri. Æði oft bar það við, að mér fanst úr hófi keyra hávaðinn í kringum mig og sumt af því, er sagt var, miður fallið til þess að hljóma í eyrum barna og ungl- inga. Þá flaug mjer þessi spurning í hug: Getur bærinn ekki notað sinn eiginn fisk- reit til þess að veita þar stálpuðum börn- um og unglingum vinnu undir umsjón góðs verkstjóra og kennara? Síðan hefi jeg oft velt þessu fyrir mjer, og leikið hugur á að koma þessari hug- mynd á framfæri, þó ekki væri til annars, til að byrja með, en að menn hugsuðu um hana. Það mun vera alment hér i bæ og víð- ar, að fólk það, sem í fiski vinnur, er Iítt i hávegum haft. Fiskkarlar og fiskkerlingar, það eru þess orður og titlar. Þetta kemur að visu ekki beinlinis mínu máli við, en víst er um það, að eng- inn á að þurfa að bera kinnroða fyrir heiðarlega vinnu. Hitt er annað mál, að störfin eru mis- jöfn, og að mörgum mun virðast að ó- liku sje saman að jafna, l. d. að yrkja jörðina og að verka þorsk. En þó að við Islendingar höfum út- rýmt þorskinum úr merki okkar fyrir Jöngu, þá eru og verða fiskiveiðar” önnur aðal-atvinnugrein landsmanna fyrst um sinn. Og Reykjavík er fiskibær, uin það er ekki að villast. Því mun það verða hjer eftir, eins og að undanförnu, að þegar vel aflasl og sæinilega viðrar, þá verða börn og ungl- ingar látin vinna við fiskþurkunina. Margra hluta vegna er ekki hentugt að hörn vinni með fullorðna fólkinu. Ber inargt til þess, t. d. hætta á ofþjökun o. f 1., sem jeg hirði ei að greina á þessu frumstigi málsins. En einkum mælir það í móti, að mun erfiðara verður að ná þeim tilgangi, sem jeg hefi í húga, ef hörn og fullorðnir eru látin vinna saman. Nú getur vel verið að mörgum þyki hugmynd þessi kátleg fjarstæða. Jeg, mun ekki firtast við neinn fyrir |>að, jeg hefi við fáa um þetta talað. Við einn af verkstjóruin bæjarins, greindan mann, hefi jeg spjallað töluvert um þetta. Hann sagðist álíta að vel mundi kleift að koma þessari hugmynd í fram- kvæmd. Stærsta agnúann táidi hann ,ár- ferðið, misbrestasöm aflaár og þurkleysis- sumur. Hann sagði við mig: „Þetta er framtiðarmál, sem áreiðanlega á eftir að' komast i framkvæmd i einhverri mynd“. Jeg er sannfærð um, að ekkert er stálpuðum börnum og unglingum þessa bæjar jafn háskalegt og iðjuleysið. Ef jiessar línur yrðu til jie.ss að vekja ein- hverja góða menn til hugsunar um, hve nauðsynlegt er að koma í veg fyrir það, og hve afaráríðandi það er, að unglingum skil jist, að vinnan er blessun en ekki böþ þá væri vel. M. .1.

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.