Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 18

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 18
18 SUMARGJÖFIN um sem var samboðin. Þarna stofnaði hann þessa skóla, sem störfuðu frá morgni lil kvölds, og mæðurnar fóru til vinnu og fylgdu börnunum sínum fyrst í skólann, sem varð þannig þeirra annað heimili. Skólarnir voru reknir af fje því, sem sparaðist við hina góðu umgengni leigjendanna. Skólarnir voru þannig eign heimilanna og allir keptust við að eiga þar sinn hlut. Sltólar þessir urðu á ör- stuttum tíma heimskunnir og kennarar foreldrar og alskonar ferðamenn streymdu frá öllum löndum til að sjá og læra Montessori skírði þessa skóla sína „Hús og heimili barnanna". Að segja frá lífinu í þéssum skólum yrði of langt mál í þetta sinn. „Gefðu barninu frelsi“, segir María Montessori, við foreldra og kennara „Hættu að leggja því lífsreglurnar. Láttu sem minst á þjer bera. Veittu barninu þau verkefni og tæki, sem gera það fær- ast að el'la og glæða meðfæddar gáfur sínar. Vertu alstaðar nálægur til að hjálpa og leiðbeina þegar þess er þörf, en gerði ekki neitt fyrir barnið, ef það á einhvern hátt getur gert það sjálft. Þá mun þess sanna og náttúrlega eðli taka að þrosk- ast og eflast eins og fræið, sem lagl er góða og frjósama jörð“. Fljótlega barst jressi hreyfing til Eng- lands og Ameríku, og ]iar komu upp barnaheimili, barnagarðar og skólar anda þessarar hreyfingar, og þaðan barsl hún aftur út til allra landa menningar- innar. Til Norðurlanda einna seinast. t Danmörku er hreyfingin orðin mjög kunn og á marga starfs- og forvígismenn, sem kvaddir hafa verið til Noregs og Sviþjóð- ar til að halda fyrirlestra og leiðbeina við stofnun skóla og heimila. Barnasálarfræðingurinn danski, J)r. Sig Næsgaard, hefur ritað allmikið um þessi efni, t. d. nú nýlega bók, sem hann nefnir: Fremtidens Skoler, og nú í vetur aðra: Egelundsskolen, — uin barnaheimilið, sem jeg heimsótti í sumar og jeg ætla að segja ykkur ofurlítið frá. Barnaheimili þetla starfar í anda M. Montessori, en er ]»ó alveg sjerstakt i sinni röð að ýmsu leyti. Uppeldisstofnunin Egelundshuset stend- ur vestan við Hróarskeldufjörðinn á ynd- isfögrum stað, þar sem skiftast á skógar, blóm- og matjurtagarðar með skinandi út- sýni yfir fjörðinn og bygðina að austan- ve'rðu. Kippkorn er til næstu bæja, sem eru sveitabæir. — Heimilið er níu ára gamalt og stofnsett af núverandi skólastjóra þess og heimilisföður — J. Rosbach. Hann er lærður lögfræðingur, en hefur aldrei feng- ist við lögfræðistörf. Þó að hann sje enn ungur maður hefur hann um langan tíina haft ást á uppeldisfræðinni og með ó- þreytandi elju, óbifanlegri sannfæringu og staðfastri trú á mátt uppeldisins, bar- ist á inóti öllu því öfuga og sjúka í menn- ingunni, er harðast kemur niður á sak- lausum börnunum, en þeim er sniðin öll- um sami stakkur og að meira og minna lejdi gert ófært að ganga sínar eigin göt- ur. Hann hefur barist fyrir ]iessu heim- ili við fátækt og oft og tíðum misskilning. En hann hefur hvergi hopað og hahlið fast við hugsjónir sínar, enda á heimilið líka marga góða vini, sem svo að segja vaka þar yfir og gleðjast af hverri nýrri hreyfingu og vexti. Margir koina þar gestir, útlendir og innlendir, og dvelja þar styttri og lengri tíma til að sjá þar alt, heyra og læra. Heimilið ber sig að mestu leyti sjálft. Fyrst og fremst eru það meðgjafir barn- anna, sem þó vill ganga allskrykkjótt að fá inn frá sunium. Svo eru þar mjög stór- ir matjurta- og ávaxtagarðar, sem heim- ilisfólkið, stórt og smátt, vinnur að. Styrk

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.